Grundó

Nú er ég búinn að vera einhleypur pabbi alla síðustu viku þar sem að Rúna mín stakk af til Grundarfjarðar til að vinna…

Ég vakna með Kristjáni á milli hálf átta og átta og græja hann fyrir leikskólann. Fer með hann yfir götuna í leikskólann kl hálf níu og fer svo í vinnuna. Vinn svo til fimm og fer heim þar sem að Kristján og nýja barnapían okkar bíða eftir mér. Kveð barnapíuna og við Kristján förum að dunda okkur eitthvað. Tek svo til matinn fyrir okkur sem samanstendur af McDonalds, Kentucky eða einhverjum álíka óbjóð, græja hann svo í svefninn og er svo heima það sem eftir lifir kvölds. Þetta er svosem ágætt og við erum búnir að átta okkur á því að við kæmumst alveg af án þessarar mömmu sem allir eru svo háðir. Hún er nú bara ekkert svo nauðsynleg eftir allt saman, reyndar þurfum við að gera eitthvað í þessum kvöldmatarmálum því ekki lifir maður á McDónalds endalaust.
Reyndar söknuðum við hennar smá svona, henni til varnar. Það var voðalega gott að sjá hana þegar við Kristján fórum vestur til hennar á föstudaginn. Hún gaf okkur líka almennilegan mat þegar við komum loksins.

Svo er maður bara búinn að vera á rúntinum á nýja bílnum með myndavélina klára á kantinum eins og einhver nörd. Þetta er ægilega gaman. Rúna er himinlifandi með þetta þar sem að hún á mun auðveldara með að ná mér út fyrir hússins dyr í allskyns gönguferðir og svoleiðis gút sjitt. Tókum einmitt rúnt inní hraun í dag og svo uppá Búlandshöfða í myndaleiðangur. Fór svo seint í gærkvöldi að mynda Kirkjufellsfossinn frá öllum hliðum. Ef að það koma einhverjar góðar myndir út úr því þá fara þær inná flickr síðuna mína í vikunni.
Annars var maður að fjárfesta í þrífót fyrir myndavélahræið þannig að maður getur tekið óhreyfðar myndir á tíma sem koma drullu töff út þegar maður er að mynda fossa og lækjarsprænur. Helvíti gott.

Var að henda inn myndum frá sjómannadagshelginni nú í vikunni, þær eru inná myndir.ekkert.is síðunni.

Annars bara au revouir og skíttíþig

Þangað til næst….

2 thoughts on “Grundó

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s