Soffi steggur

Snilldar helgi liðin.

Við Guðmundur Hinrik vöknuðum eldsnemma á laugardagsmorguninn til að steggja hann Soffa okkar. Höddi og Maggi komu til okkar og við skelltum okkur í bakaríið og keyptum bakkelsi. Fórum svo og ræstum Soffa og Hrefnu því að stelpurnar hennar voru líka með prógramm í vændum fyrir hana.

Svettum smá kaffi í kappann enda Soffanías þekktur fyrir allt annað en að vera morgunhress. Lögðum svo af stað á 2 bílum þar sem að leiðin hjá öðrum bílnum þ.e. mínum bíl lá austur fyrir fjall á meðan Steini Jobba ákvað að rúnta með stegginn uppí Borgarnes. Hvítá var áfangastaðurinn þar sem að við ætluðum að skella honum í rafting. Steini karl anginn vissi bara um Hvítá í borgarfirði… sem er skrítið þar sem að bæði hann og Magnús fóru í rafting í sömu á fyrir nokkrum árum. Þ.e. Hvítá á Suðurlandi. Þetta var smá aukarúntur fyrir stegginn og bara gaman að því.

Þegar á árbakkan var komið var enginn rafting bátur í boði fyrir Soffa heldur átti hann að fara í kanó. Ísak fór með honum sem og Höddi og Maggi í öðrum kanó en ég, Ninni, Haddi, Heisi, Gulli og Steini Jobba fórum í raftinn. Það var mjög fyndið að fylgjast með kanóunum þar sem að þeim fannst greinilega fínt að synda bara niður alla ána enda voru þeir minnst af tímanum í kanóinum sjálfum.
Fljótlega komum að þessum kletti sem átti að stökkva fram af. 5 af okkur stukku af klettinum. Þeir sem voru í kanóinum höfðu ekki þrek til að stökkva enda búnir að synda nóg. Og svo Haddi sem þorði ekki að stökkva heldur enda var hann eini sem kom þurr niður ána. Jú bíddu, hann bleytti sig aðeins í heita pottinum í restina en samt ekki mikið. Hann er því löglega kallaður kelling ferðarinnar hehehehe (Djók Haddi minn).

Eftir þessa skemmtilegu ferð fórum við nokkuð dasaðir aftur í bæinn og fórum út að borða á Caruso. Þvílíka snilldin sem þetta var. 3 rétta máltíð á línuna og heví næs.

Við Ninni beiluðum svo á þessu fljótlega eftir það. En þetta var frábær dagur í alla staði og vil ég þakka kærlega fyrir mig og vona að Soffi minn hafi skemmt sér álíka vel og ég.

Set eitthvað af myndum inn í kvöld vonandi.

TAKK FYRIR MIG

Þangað til næst….

6 thoughts on “Soffi steggur

  1. Já.. takk fyrir mig. Nú verður bara alltaf einn af okkur að gifta sig á ári svo við getum gert þetta oftar. Hef bara ekki skemmt mér svona vel lengi 🙂

  2. Já.. nehh, þó maður sé nú orðinn lofaður þá held ég að það sé soldið í það að maður fari upp að altari.

  3. skil Hadda vel að vilja ekki hætta lífi sínu með því að stökkva fram að kletti.. þið hinir eruð bara e-ð ruglaðir að þora slíku hehe…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s