12 tíma svefn

Já, 12 tíma svefn, það er eitthvað sem allir ættu að taka sér fyrir hendur. Ég var einmitt að svæfa Kristján í gærkvöldi og endaði eins og svo oft áður að svæfa sjálfan mig í leiðinni. Ég rankaði ekki við mér fyrr en kl 2 og ákvað þá bara að hátta mig, bursta trantinn og halda áfram að sofa. Svo vöknum við feðgar sprækir í morgun báðir búnir að sofa álíka mikið.

Svo styttist að sjálfsögðu í ferðina til Costa del sol og ekki laust við að það sé smá tilhlökkun að vakna hjá manni. Þetta verður sweeet.

Við Kristján fórum saman í sund í gær og fórum svo að horfa á Vatnsberana spila á Tungubökkum. Sjálfur get ég ekki spilað ennþá enda hálfónýtur í ökklanum eftir æfingu um daginn. Vatnberarnir gerðu 0-0 jafntefli í leik hinna glötuðu færa. Hefðum alveg getað tekið þetta en svona er þetta.

Rúna er ennþá bara að vinna í Grundarfirði þannig að við erum bara 2 í kotinu feðgarnir. Þetta þýðir að ég þarf alltaf að hætta fyrr í vinnunni til að sækja púkann á leikskólann. En það er nú bara í þessari viku þannig að þetta sleppur.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s