Þá er maður lentur á klakanum og þá þarf ekki að spyrja að því… byrjað að rigna hérna eftir stanslausa sól í ég veit ekki hvað marga daga. Maður var hálfpartinn að vonast eftir rigningu því að það kom varla eitt ský á meðan við vorum í hitanum á spáni. Ég vona bara að veðrið verði fallegt á laugardaginn fyrir þau soffa og hrefnu sem ætla að ganga að altarinu.
Er svona að vinna í því að henda inn flestum myndunum. Gengur alveg ágætlega svo sem.
Nú þarf maður bara að koma reglu í hinn daglega gang og þá fer vonandi allt að gerast. Hyggjum á vesturferð í dag einhverntímann… Kemur síðar í ljós.
Þangað til næst….
Hæ tommi
sagði óvart að myndirnar af stráknum væru inn á Flickr síðunni minni en þær eru hér!
http://picasaweb.google.com/kollagret/HestaferInnHraun
kveðja Kolla
Takk 😉