Geisp

Vá hvað maður er alveg hættur að nenna að trunta einhverjum orðasamböndum hérna inná þessa síðu, maður reddar sér bara með einhverjum sveittum jútjúb sketchum og heimskulegum myndum.
Sit hérna heima með Moonlight Sonata eftir Beethoven í itunes og reyni að vera alveg svakalega frumlegur hérna. Gengur ekki og Beethoven er ekki að hafa tilætluð áhrif. Ætti kannski að skella Sex Pistols á og ath hvort heilafrumurnar fari á hreyfingu.
Er búinn að vera duglegur að fara vestur þar sem að Rúna og Kristján minn eru nú búsett á meðan ég er einn hérna í bænum. Frekar fúlt, geri voðalega lítið annað en að góna á imbakassann og hanga í tölvunni þegar ég ætti að vera að pakka niður gömlum lörfum sem ekki eru í notkun. Held að það verði voðalega ljúft að geta loksins komið sér fyrir í Grundó sittí þar sem grass is grín end the tjikks ar prittí.

Sáttur með mína menn um helgina þar sem að vængbrotnir og andlausir chelsea menn voru jarðaðir á Gömlu Torfunni (Old Trafford). Menn geta vælt um misjafna dómgæslu og annað vafasamt en það skiptir engu. Chelsea áttu ekki breik í leiknum og Þessi Avram Grant (Sem by the way lítur út eins og yfirfiskurinn í Star Wars episode I) getur bara haldið þessu fína starfi sem hann er að vinna hjá þeim áfram… Stendur þig vel kallinn.

Nú er eitthvað lið að skoða íbúðina hérna kvöld eftir kvöld og maður gerir ekki annað en að ryksuga og þurrka af hérna eins og sjálfur forsetinn væri væntanlegur í kaffi, þetta gengur bara ekki lengur, maður þarf að geta chillað heima hjá sér án þess að vera með ajax brúsa og tusku sveittur á kantinum. Vonandi fer þetta helvíti bara að skila tilboði svo að þessu linni einhverntímann. Þokkalega.

Veit ekki hvort maður á að halda þessu andlausa röfli eitthvað áfram eða láta þetta gott heita í bili… Veit ekkert hvenær ég kem til með að skrifa næst og hvort að ég skrifi eitthvað næst, það kemur bara í ljós með tíð og tíma.

þangað til næst….

3 thoughts on “Geisp

  1. ertu viss um að grasið sé grænt í grundó? er nokkuð gras eftir, fauk það ekki bara allt á haf út í ófsaveðrinu??

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s