Þá er tíðinni í Blöndubakkanum formlega lokið… Afhenti nýjum eiganda lyklana í gær þannig að ef einhver ætlar að kíkja í heimsókn þá mæli ég með að viðkomandi hringi á undan sér. Er núna hjá Benna og Iðunni sem voru svo góð að skjóta yfir mig skjólhúsi í c.a. 1 mánuð eða þangað til að ég flyt til Grundarfjarðar. Þar þurfum við svo að búa inná tengdó í einhvern x tíma því við fáum nýja einbýlishúsið ekki afhent fyrr en um áramótin og þá á eftir að taka til hendinni og parketleggja og svoleiðis.
Það var mikill hasar um síðustu helgi í flutningunum. Pantaði bíl frá Ragnari og Ásgeir sem var plantað fyrir utan blokkina á laugardaginn. Smalaði mannskap til mín í þetta. Gústi bróðir, Gísli Valur, Soffi, Dabbi frændi ég og svo Steini Jobba sem mætti í restina. Ruppuðum öllu draslinu út á nokkrum klukkutímum. Tekið á því svo um munar. Svo vorum við Rúna að þrífa allan sunnudaginn og vorum síðustu nóttina á svampdýnum í herberginu hans Kristjáns. Síðasti hluturinn út úr íbúðinni var skúringarfatan á mánudagsmorgun.
Við höfðum það fínt í þessi rúmlega tvö og hálft ár sem við vorum þarna. Gott að búa í bökkunum. En þá er það bara næsta skref í lífinu að flytja heim í fjörðinn. Mig hlakkar rosalega til enda orðinn hundleiður á að hangsa hérna einn í bænum.
Svo á maður fokkings enn eitt afmælið á föstudaginn og eru allar afmæliskveðjur vinsamlegast afþakkaðar. Þeim sem vilja minnast mín er bent á bankareikninginn minn.
Enda þetta á þessu snilldar slagara eftir hann Serj félaga minn. Tussu flott lag.
Þangað til næst….
Shit.. hvað þetta er uppáhaldslagið mitt þessa dagana… GEÐVEIKT
BWAHAHAHAHAHAHHAHA þetta er snilld, ekki sýna mömmu þetta samt, hún gæti fengið einhverjar hugmyndir…
hahaha.. útúr reyktir hundar 🙂