Fluttur út

Þá er tíðinni í Blöndubakkanum formlega lokið… Afhenti nýjum eiganda lyklana í gær þannig að ef einhver ætlar að kíkja í heimsókn þá mæli ég með að viðkomandi hringi á undan sér. Er núna hjá Benna og Iðunni sem voru svo góð að skjóta yfir mig skjólhúsi í c.a. 1 mánuð eða þangað til að ég flyt til Grundarfjarðar. Þar þurfum við svo að búa inná tengdó í einhvern x tíma því við fáum nýja einbýlishúsið ekki afhent fyrr en um áramótin og þá á eftir að taka til hendinni og parketleggja og svoleiðis.

Það var mikill hasar um síðustu helgi í flutningunum. Pantaði bíl frá Ragnari og Ásgeir sem var plantað fyrir utan blokkina á laugardaginn. Smalaði mannskap til mín í þetta. Gústi bróðir, Gísli Valur, Soffi, Dabbi frændi ég og svo Steini Jobba sem mætti í restina. Ruppuðum öllu draslinu út á nokkrum klukkutímum. Tekið á því svo um munar. Svo vorum við Rúna að þrífa allan sunnudaginn og vorum síðustu nóttina á svampdýnum í herberginu hans Kristjáns. Síðasti hluturinn út úr íbúðinni var skúringarfatan á mánudagsmorgun.
Við höfðum það fínt í þessi rúmlega tvö og hálft ár sem við vorum þarna. Gott að búa í bökkunum. En þá er það bara næsta skref í lífinu að flytja heim í fjörðinn. Mig hlakkar rosalega til enda orðinn hundleiður á að hangsa hérna einn í bænum.

Svo á maður fokkings enn eitt afmælið á föstudaginn og eru allar afmæliskveðjur vinsamlegast afþakkaðar. Þeim sem vilja minnast mín er bent á bankareikninginn minn.

Enda þetta á þessu snilldar slagara eftir hann Serj félaga minn. Tussu flott lag.

Þangað til næst….

4 thoughts on “Fluttur út

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s