There and back again

By Tommi Baggins

Er nýlentur á klakanum aftur eftir árshátíðarferð EJS til Búdapest. Þetta var barasta þræl fínt allt saman, Tók kellu með og skemmtum við okkur bara þokkalega vel.

Þetta hófst allt saman á föstudaginn þegar við áttum flug til Ungverjalands. Fórum til Keflavíkur uppúr tvö, fengum okkur að borða á kaffi duuuuuuus eða eitthvað svoleiðis, fínustu kótilettur mmmm. Fórum svo á völlinn því við áttum flug kl 17:40. Versluðum eitthvað smotterí og settumst svo á barinn og fengum okkur hressingu áður en haldið var af stað.
Lentum í Púddabest um miðnættið og vorum komin uppá hótel rúmlega eitt að Ungverskum tíma. Þá var fyrri hópurinn (sem hafði farið deginum áður) orðinn vel hress og á leið út á lífið. Við Rúna nenntum því varla og fórum bara uppá herbergi. Hitti Soffa aðeins og fórum svo að sofa.
Vöknuðum snemma á laugardagsmorgninum og kíktum aðeins niður í bæ. Fórum svo í skoðunarferð um borgina til að sjá svona hvað þetta hreysi hefur uppá að bjóða. Jú jú, það eru svo sem slatti af fínum byggingum og svoleiðis en mesti hlutinn af þessu er í svolítilli niðurníslu. Þegar þessi ferð var búin fór maður bara í að græja sig fyrir árshátíðina. Þetta var svakalega glæsilegt allt saman. Ræðismaður Íslands í Ungverjalandi var búinn að kippa í nokkra spotta og úr varð þessi snilldar veisla. Veislan var haldin inní listasafni þar sem veislur eru almennt ekki leyfðar. Fín skemmtiatriði, maturinn lala en allt annað var algjör snilld. Við Rúna og Soffi fórum rosalega sátt uppá hótel eftir þetta kvöld og lögðumst sátt til hvílu. Daginn eftir átti fyrri hópurinn að fara heim, Það var nú heldur súrt á þeim andlitið að sjá þessi grey hríðskjálfandi úr þynnku kl 11 á sunnudagsmorguninn. Hálf vorkenndi þessum greyum bara því flestir þeirra voru búnir að vera í vafasömu ástandi 3 daga í röð. Við Rúna fórum bara að versla í einhverju molli þarna og eyddum nánast öllum sunnudeginum í það. Fórum svo út að borða á snilldar Argentísku steikhúsi um kvöldið. Fengum okkur alveg tjúllaðar nautasteikur með öllu. Fórum svo uppá hótel og svo bara í bælið fljótlega. Rúna náði svo að versla restina í morgun þegar við tókum göngugötuna með stæl.
Búdapest er svo sem fínasta borg, doldið skítug en annars bara sæmileg. Nóg af menningu og sögu þarna sem hægt væri að gleyma sér í í 2 vikur ef út í það er farið. En ég var skítfeginn að komast heim aftur.

Þangað til næst…..

3 thoughts on “There and back again

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s