Nú árið er liðið í aldanna….

Já, Gamlársdagur í dag og enn eitt árið farið frá manni.

Þá er best að stikla á stóru hvað á daga manns hefur drifið þetta árið…

Janúar
Já þetta var svona gúrkutíðs mánuður, Keyptum okkur húsgögn í íbúðina… voðalega fínt.

Febrúar
Enn var maður sveittur í Blöndubakkanum og lífið hélt áfram sinn vanagang. Semsagt frekar lítið að gerast.

Mars
Fór á Incubus í höllinni… fínt. Var á fullu í spinning og fótbolta ásamt því að stunda djammið sem aldrei fyrr.

Apríl
Fékk Nintendo Wii tölvu í verðlaun í vinnunni. Vatnsberarnir keyptu nýtt búningasett. Ég keypti nýja Canon EOS D400 myndavél. Semsagt nóg að gerast í apríl. Man Utd vann Roma 7-1 og Inter urðu Ítalskir meistarar. Fórum í fína ferð uppá jökul.

Maí
Mánuðurinn byrjaði á því að Man Utd tryggðu sér Englandsmeistaratitilinn mér til mikillar gleði. Vatnsberarnir slógu út Höfrung frá Þingeyri og Snæfell eftir framlengda leiki.. Þvílík stemming í kringum það allt saman. Rúna varð 26 ára og Kristján varð 2 ára.

Júní
Þessi mánuður byrjar á því að Vatnsberarnir etja kappi við stórlið aftureldingar og steinliggja 10-1. Ég var í byrjunarliðinu í þessum leik sökum manneklu og skreið slefandi útaf á 68 mínútu. Við fjárfestum í nýjum bíl. Subaru Legacy árg 2005. Rúna fór að vinna í Grundarfirði þannig að hún varð helgarmamma á meðan við Kristján vorum 2 í bænum. Steggjuðum Soffa eftirminnilega. Og slasaði mig í fótbolta.

Júlí
Við fórum til Costa del Sol. Ég, Rúna, Kristján Freyr og Arndís Jenný. Ég seldi Mótorhjólið mitt með smá söknuði. Fórum á útihátíð í Lág. Grundarfjarðardagarnir með öllu tilheyrandi. Soffi og Hrefna gengu í það heilaga.

Ágúst
Það stærsta sem gerðist í þessum mánuði var að sjálfsögðu þegar við tókum þá ákvörðun að flytja til Grundarfjarðar. Rúna fékk vinnu við Fjölbrautarskólann sem fjármála og skrifstofustjóri þannig að íbúðin var sett á sölu og vinnunni sagt upp.
Ole Gunnar Solskjaer leggur skóna á hilluna.

September
Íbúðin á sölu og ég einn í Reykjavík. Þessi mánuður fer í stanslausar ferðir til Grundarfjarðar og til baka. Endalaust að sýna íbúðina lon og don.

Október
Íbúðin seld. Fórum til Búdapest með EJS. Svaka stuð. Tæmdum íbúðina síðustu helgina í október með tilheyrandi brölti og bramli. Flyt til Benna og Iðunnar og verð það í einn mánuð.

Nóvember
Síðasti mánuðurinn í EJS. Þessi mánuður byrjar nánast alltaf eins. Ég verð árinu eldri. Er kominn með 2 fastar vinnur í Grundarfirði og fjárfest í nýju einbýlishúsi.

Desember
Flyt vestur. Hef störf hjá Mareind og á Þjónustustofunni hjá pabba. Rosalega gott að vera kominn vestur og fá að hitta konuna mína og barnið mitt á hverjum degi. Forréttindi segi ég nú bara. Fáum einbýlishúsið okkar afhent 24 desember og þá er strax hafist handa við að græja það. Öllu hent út. Teppin rifin af gólfinu, hurðirnar teknar burt osfr. Málað, sparslað, rifið og ég veit ekki hvað og hvað.
Skrifa þennan pistil.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár öll sömul. Ég mun koma með hina árlegu áramótaspá Tomma strax á nýju ári.
Þangað til gangið hægt um gleðinnar dyr og passið ykkur á rokinu.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s