Áramótaspá 2008

Þetta ár verður all svakalegt…

Þetta verður árið sem að Jón Frímann tilkynnir öllum að hann sé óléttur og kemst í heimsfréttirnar fyrir vikið. Síðar kemst upp að þetta hafi verið gabb og Jón Frímann falsað meinta óléttu sína með því að hafa púða inná bumbunni.

Árið sem að Ninni Dittu hyggs gerast kvótakóngur í Eyjafirði og fjárfestir í forláta gúmmíbát í Toys r us en fattar ekki að það fylgir enginn kvóti með dallinum.

Rúna Jobba mun byrja að rækta nýja garðinn sinn sem er í kringum einbýlishúsið hennar með lúpínum og víði. Hún tekur illa í þær fyrirætlanir makans um að leggja gervigras yfir allt heila klabbið.

Dabbi Wium kemur til með að fá nýjan vinnubíl sem verður af gerðinni Ford Fiesta árg 86 og verður skreyttur með álímdum Kókópuffs pakka á toppnum. Þetta mun verða vegna niðurskurðar hjá fyrirækinu hans.

Begga Jobba og Sigurbjörn Jobba ætla sér stóra hluti á árinu og taka lán hjá Glitni til að flytja inn alvöru BIG FOOT jeppa sem Bjössi fann á ebay. Síðar kemur í ljós að Big Foot jeppinn sem kostaði 140 milljónir var af gerðinni Matchbox.

Soffi og Hrefna gefa út bókina “leiðin að betra klósetti” sem verður að metsölubók um allan heim en bók þessi fjallar um sameinaðar klósettferðir sem geta styrkt hjónabönd og eflt ástarlosta.

Rut og Haddi munu uppgvötva 6 nýjar leiðir til að gera gips spennandi í hjónaherberginu. Þetta kemur til með að valda því að Haddi verður samfleytt í gipsi út árið.

Sólrún mun gera nýja nágrannan sinn bandsjóðandi vitlausan með nýrri söfnunaráráttu. En árátta þessi felst í því að sanka að sér hinum ýmsu tegundum af fiskikörum sem Solla mun stilla upp í garðinum hjá sér. Steina Gönn verður nóg boðið þegar 1000 lítra kar frá Fiskvinnslustöðinni á Bíldudal verður sett í stæðið hans.

Heisi og Oddný taka þátt í raunveruleikaþættinum sterkasta par heims og lenda í öðru sæti á eftir tékknesku hommapari. Úrslitin ráðast á pungsvitamælingum en þar hafa tékknesku hommarnir smá forskot.

Dagmar mun kaupa landskika við hliðina á bænum Merki, þar sem hún ólst upp, og byggja þar bæ. Sá bær fær nafnið Skilti eða Veggspjald. Þar mun hún Damsína fara útí Hamstrarækt af miklum móð til að framleiða hamstrapelsa… Þetta fer svo í vaskinn vegna lélegrar eftirspurnar eftir að aðeins einn pels selst, en það verður hann Ninni sem mun stoltur spranga um í hamstrapels framvegis.

Grundarfjörður fær verðlaun frá Forsetanum sem prúðasti bær landsins. Þetta hlýtur hann fyrir einstaklega mikla gestrisni við alla eistneska ferðalanga.

Þetta verður árið 2008 í hnotskurn.

Gleðilegt nýtt ár allir saman.

Þangað til næst….

2 thoughts on “Áramótaspá 2008

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s