Váááá
Ég hélt að ég hefði óvart ferðast tæp tuttugu ár aftur í tímann þegar ég var að fletta fréttablaðinu í dag. Sjiiiitt marr. Sá bara heilsíðu auglýsingu… WHITESNAKE í höllinni 10 júní og mynd af eldgömlum David Coverdale (ég vona allavena að þetta hafi verið David Coverdale) í forgrunni. Váááá ég vissi ekki einusinni að þessi hljómsveit væri ennþá starfandi. Ætli hann læri af reynslunni og haldi bara eina tónleika? Pétur Kristjáns er náttúrulega horfinn á vit forfeðra sinna þannig að ekki getur hann stokkið uppá svið og skeint þeim aftur. En nóg um það.
Það er sko búið að vera heví hasar á okkur þessa dagana. Húsið er komið vel á veg og nú er næsta skref að leggja hita í gólfið í forstofunni, steypa yfir það. Leggja ræsi í bílskúrnum og steypa yfir það, parketleggja, setja innihurðirnar upp, skipta út öllum tizino tenglunum, þrífa og svo loksins flytja. Þó að það eigi nú örugglega eftir að koma eitthvað meira uppá eins og tíðkast með svona bras.
Kallinn að meika það feitt hérna fyrir vestan. Er núna tvöfaldur Héraðsmeistari í innanhúsknattspyrnu fyrir árið 2007. Fór strax eftir áramót og keppti með meistaraflokk Grundarfjarðar inní Hólmi. Þar var liðið skipað nokkrum ungum sprækum strákum og hækkaði ég meðalaldurinn um ábyggilega 10 ár. Ég spreytti mig nú lítið en tók einhverjar 2 mínútur í leik. Svo í síðasta leiknum tók ég mér það bessaleyfi að stilla sjálfum mér uppí byrjunarliðinu og það vildi ekki betur til en að sá leikur fór 10-1. Meistaraflokkur Grundarfjarðar kláraði mótið með stæl. Vann alla leikina nema einn sem við töpuðum 1-0 á einhvern óskiljanlegan hátt.
Svo síðasta laugardag þá fór ég með Old Boys Grundarfjarðar þar sem við tókum þátt í Héraðsmóti “Öldunga”. Þar var kallinn nú aðeins mikilvægari hlekkur í liðinu og spilaði nánast allar mínúturnar. Setti 3 mörk og við unnum það mót líka. Fengum bikar og alles. Helvíti gaman bara.
Kristján Freyr er alveg að plumma sig hérna. Rosa gaman hjá honum þessa dagana, er rétt að jafna sig eftir jólageðveikina. Svo lofa ég að setja inn myndir og uppfæra síðuna hans um leið og við erum flutt. Tölvan mín er ennþá ofaní pappakassa í bílskúrnum hjá pabba og bíður uppsetningar. Ég hef ekkert hætt að taka myndir þó að þær séu ekki á netinu. Það er ógrynni af myndum sem bíður eftir því að láta birta sig á veraldarvefnum. Stay Tuned
Svona er lífið nú skemmtilegt hérna í snjónum á Grundarfirði. Bið að heilsa
Þangað til næst….
var einmitt farin að furða mig á öllu myndaleysinu.
Öfunda þig brjálað af myndavélinni… styttist í að ég verði að farað fjárfesta í einni.
Það var nú löngu kominn tími á fréttir af litlu fjölskyldunni
Já segðu… bara enginn tími í þetta.
Drífa svo í þessu Rut, svo þarftu að henda þér á námskeið líka. Maður hefur svakalega gott af því.
Hvernig gengur að innrétta íbúðina mína þarna á neðri hæðinni? Hlakka til að koma og sjá þetta allt saman. Kossar á alla.
Þú ert ávallt velkomin Eva mín… Ég er rétt að klára að setja upp handjárnar bracketið á rúmið eins og þú baðst um og þá ætti þetta að fara að smella
Coverdale er víst sá eini eftirlifandi í bandinu, er kannski í lagi þar sem kallinn er mikilvægasti hlekkurinn. Þú þekkir það úr boltanum enda nýbakaður 2faldur meistari!!!
til lukku með það gamli 🙂
jess!