Litli bróðir minn, hann Gústav Alex Gústavsson athafnamaður með meiru er hvorki meira né minna en 20 ára í dag.
Ég man ennþá þegar mamma kom með þetta gerpi af fæðingardeildinni. Þá var ég 12 vetra og var mikið með hann, skipti á honum annað slagið og svoleiðis. Hann var nú alveg ógurlega sætur þegar hann var lítill.

Síðan tognaði smá úr honum…

og hérna er hann með pabba sínum á brókinni að sjálfsögðu

Hérna er hann svo í einkennisklæðnaðinum sínum… brókinni

og í dag er hann svona…

að leika við litla frænda sinn
Til hamingju með 20 ára afmælið litli minn, ekki eyða öllu í ríkinu.
þinn stóri bróðir sem er samt minni en þú.
Þangað til næst….
Hann var nú svoldið sætur einusinni 🙂
Til hamingju með bróðir þinn Tommi minn.
Gusti er nú alveg líka smá sætur enþá Rut… 😉