Eitthvað að gerast…
Freysi frændi er búinn að vera að flísaleggja hjá mér í gær og í dag og nú er þetta allt að verða komið. Getum byrjað að flytja af einhverri alvöru á mánudaginn. Jafnvel bara gist fyrstu nóttina þá 😀 JEEEEIIII
Við Rúna skruppum skottúr til Reykjavíkur á fimmtudaginn eftir vinnu. Ég var að koma henni á óvart með vafasömum árangri og bauð henni á Ladda sýninguna. Á leiðinni suður var alveg heví rigning og undir Hafnarfjalli datt rúðuþurrkunni bílstjóramegin í hug að hætta að virka. Við þurftum að aulast aftur inní Borgarnes og láta redda þessu. Þá höfðu snillingarnir sem skiptu um framrúðuna hjá mér í haust ekki hert nógu vel á þessu þannig að hún losnaði. Þurfti bara að herða hana aftur og málið dautt. Við komumst svo klakklaust í bæinn og sáum þessa líka rosalega skemmtilegu sýningu hjá honum Ladda. Mæli með þessu.
Gotta gó
Þangað til næst….