Ég er þokkalega sáttur með úrslit dagsins…
Fyrst byrjar Inter á að vinna Livorno í ítalska og taka 11 stiga forustu. Svo álpast Liverpool til að tapa á heimavelli fyrir Barnsley eða Barnet eða hvað þeir heita nú 1-2
En svo var það stórleikur dagsins. Ég fékk nú smá sting í magann þegar ég sá byrjunarliðið hjá Man Utd, Enginn Ronaldo og enginn Giggs, Scholes á bekknum. Fletcher í byrjunarliðinu. En þær áhyggjur voru víst óþarfar því að það var bara eitt lið á vellinum. UNITED, 3-0 í hálfleik og 4-0 þegar yfir lauk og Fletcher sjálfur með 2 mörk og líklega maður leiksins.
Ef einhver hefði sagt við mig í morgun þegar ég vaknaði að United myndi vinna Arsenal 4-0 og að Fletcher yrði maður leiksins hefði ég líklega sagt þeim bjána að hypja sig aftur uppá geðdeild því væntanlega væri einhver að leita að honum. ROSALEGT HELVÍTI.
Þangað til næst….
Hvað, enginn færsla um tap Inter gegn Liverpool? bara ekki orð?????