Júravisijón

Þá eru þessi blessuðu laugardagslög loksins búin og þjóðin búin að kjósa. Rúv náði aldeilis að teygja lopann í þessu og heyrst hefur að undankeppnin fyrir næsta ár sé að fara að byrja fljótlega í mars. En hvað um það. Frómar og Frekjína Ósk sigruðu með miklum yfirburðum og sýnir það bara svart á hvítu að Íslandi langar bara ekkert uppúr þessari undankeppni. Þvílíkt sorp. Ég fylgdist með þessu svona með öðru auganu og var svona nokkurnveginn viss um að steratröllin myndu rúlla þessu upp ala Sylvía nótt og slá þessari keppni upp í það grín sem hún er, eeennnn neeeiiiii… Á úrslitakvöldinu kom berlega í ljós að þau eiga frekar heima í lyftingasalnum heldur en uppá sviði því að maður fékk svona nettan kjánahroll við að hlusta á þetta rammfalska væl. Ef þau hefðu mæmað þetta þá hefðu þau rúllað þessu upp eins og ekkert væri. Og auðvitað þurfti þetta hommarusl að vinna og þessi rjómi gerði all svakalega í brækurnar eftir keppnina með einhverju rugli… En mesta ruglið var náttúrulega að Dr Gunni og félagar í Dr Spock með gulu hanskana hefðu ekki unnið. Frábært lag og frábært performance sem hefði rúllað þessari keppni upp í Serbíu. Ég meira að segja eyddi 99.90 kr í að kjósa þá einu sinni. Hefði þurft að gera það c.a. 40.000 sinnum í viðbót til að koma þeim út en ég er bara ekki alveg borgunarmaður fyrir því.

Það verður svosem ágætt að sjá ísland drulla uppá bak enn einusinni í vor… Fastir liðir eins og venjulega, af hverju að fara að breyta því.

En nóg um Júravisjón, Við erum loksins flutt, sváfum fyrstu nóttina aðfaranótt sunnudagsins. Allt að komast í gírinn. Eigum bara eftir að taka uppúr nokkrum kössum, þar á meðal tölvuhræið mitt. Við erum komin með netið og allt að gerast. Nú á næstu vikum fara að hrúgast inn allskyns myndir og vitleysa inná síðuna hans Kristjáns og myndasíðunu mína. Eina sem ég á eftir að gera er að redda mér einhverju tölvuborði og þá er ég gúdd tú gó.

Svo var Jón Frímann í Englandi um liðna helgi. Fór á 2 leiki og sá Lifrapoll vinna öruggan 3-2 sigur á Middlesbróók þar sem að Middlesbrók gaf þeim 2 mörk. En heyrst hefur að hápunktur ferðarinnar hjá kappanum hafi verið þegar hann fór í skoðunarferð á Old Trafford og ég frétti frá öruggum heimildum að hann hafi keypt sér XXXXL treyju merkta Johnny Holliday Biggest United Fan nr 12, ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Þangað til næst….

One thought on “Júravisijón

  1. Svo má ekki gleyma keppnini sem að ég tók þátt í og nelgdi boltanum fastar heldur en flest allir þessir pappakassar í manu. Og það eru 2 miðar í boði Tommi minn ef ég vinn. Þannig að menn ættu kannski að halda sig á mottuni fram yfir mánaðarmót mars apríl, þegar þetta kemur allt í ljós 😀

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s