Ef að þetta er ekki Oscar winning performance þá heiti ég Ingimundur.
Við Rúna og Kristján fórum til Reykjavíkur á laugardaginn. Rúna vildi endilega kaupa sér eitthvað stofuborð… (alltaf að eyða þessi Rúna). Við brunuðum í Tekk Company, náðum rétt fyrir lokun. Keyptum eitthvað drasl sem ég kann ekki frekari skýringar á. Brunuðum svo með Kristján niður í bæ og skildum hann eftir hjá Hallgrímskirkju. Reyndar voru Steini og Heiðrún sem tóku á móti honum þar þannig að hann var ekki alveg aleinn á vappi.
Svo fórum við Rúna í VIP salinn í Álfabakka og sáum The Dark Knight. Þvílíka djöfulsins ræman. Reyndar var búið að hæpa þetta alveg uppúr öllu valdi þannig að væntingarnar voru mjög miklar, en það gerði ekkert til því að myndin stóð þokkalega undir væntingum og gott betur en það.
Eftir bíóið þá buðum við Steina og Heiðrúnu út að borða á Hótel Óðinsvé. Rosalega gott stöff. Reyndar vorum við svolítið seint á ferðinni þannig að Kristján var orðinn svolítið lúinn um tíu leytið þegar við vorum að klára að borða en það reddaðist allt saman. Svo fékk Rúna þessa brilliant hugmynd um að verða eftir í Rvk og fara á tjúttið. Hún má ekki fá sér eitt hvítvínsglas að þá missir hún alveg stjórn á sér þessi elska.
Við Kristján fórum því bara tveir heim þetta kvöld. Hann svaf alla leiðina heim, svaf af sér þegar við fórum í göngin, þegar við keyrðum í gegnum Borgarnes, Þegar Borgerneslöggan hirti pabba hans, yfir Vatnaleið og alla leið heim. Hann vaknaði svo hress í rúminu hjá pabba sínum kl 8 morguninn eftir. Pabbi hans var þá 22.500 krónum fátækari fyrir að keyra á 109 fram hjá Borgarneslöggunni. DJÖFULL. Ég skelli skuldinni alfarið á Svartann Range Rover sem ég var nýbúinn að taka fram úr. Þessi Range Rover keyrði nefninlega í rassgatinu á mér með háu ljósin þannig að ég sá mér þann kost vænstan að auka hraðann örlítið svo að ljósin blinduðu mig ekki. 7 sekúndum síðar mæti ég löggunni, frábært. En að öllu væli slepptu þá er þetta bara gott á mig. Það er bannað að keyra of hratt og fyrsta hraðasektin mín í 2 ár staðreynd.
Þangað til næst…..
svooooooo töff þegar hann galdrar pennann í burtu 🙂