Jólakort

Sælinú

Sökum almenns slugsaskaps og sauðahátts undirritaðs, þá verða engin jólakort send frá Grundargötu 68 þetta árið… Reyndar eins og í fyrra en það er önnur saga (þá vorum við ekki flutt inn).

Ástæðan fyrir því að ég er að rita þetta er sú að nú þessa dagana hrúgast inn um hurðina hjá manni hvert jólakortið á fætur öðru og með hverju korti bætist ofaná samviskubitið sem nagar mig yfir því að hafa ekki sent eitt einasta helvítis jólakort.

Maður verður bara að segja eins og stóru fyrirtækin… “Engin jólakort verða send í ár, í staðinn mun allur jólakortasendikostnaðurinn renna til styrktar bágstöddum flamingóum í Úsbekistan. Ég hef fengið kort frá dýramálaráðherra Úsbekistan þar sem hann þakkar fyrir þennan veglega stuðning og segir að allar 348 krónurnar muni koma að góðum notum.”

Ég lofa að bæta úr þessu á næsta ári og senda ykkur öllum veglegt og svakalega flott jólakort.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s