Nýtt met

Á flickrinu mínu eru allar myndir skilmerkilega og skýrlega skráðar eftir kúnstarinnar reglum. Þar get ég séð hversu oft hver mynd hefur verið skoðuð og hverjir merkja hana í favourites og commenta o.s.fr.

Sú mynd sem hafði verið lang vinsælasta myndin frá upphafi var tekin uppá Kirkjufelli í síðasta sumar, hún skartaði litlu systir minni þar sem hún stóð á toppnum.


myndin fræga af henni Hönnu minni

En á laugardaginn skruppum við Kristján Freyr niður í fjöru og smelltum mynd af Kirkjufellinu fræga ásamt tunglinu og það virtist hafa lagst svona líka helvíti vel í flickrarana að hún þaut framúr öllum myndunum á met tíma og fór á toppinn. Hún var ekki búin að vera public nema í c.a. sólarhring þegar hún var búin að slá myndina af Hönnu út. Einnig hrúgaði hún á sig commentum að annað eins hefur ekki sést á flickr síðunni minni. Var komin með 71 comment þegar þetta er ritað. Ég held að næst flestu commentin séu 15 talsins.


Myndin fræga

Það naumast bara að Kirkjufellið mitt virðist alltaf leggjast vel í fólk. Enda ber það svo sem af öðrum hólum ehaggi!!!

Við Kristján erum búnir að vera 2 einir um helgina því að spúsan ákvað að skella sér í kreppuferð til Danaveldis. Þetta er búið að vera voðalega ljúft hjá okkur. Fórum út að renna okkur á laugardaginn og svo aftur í gær. Svaka stuð enda veðrið búið að vera glimrandi fínt.


Svo ein sætumynd af Krissa litla sem hefur fengið fínar viðtökur líka

Þangað til næst….

One thought on “Nýtt met

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s