Árleg áramótaspá fyrir 2009

Árið 2009 verður stórmerkilegt fyrir margra hluta sakir…

Þetta verður árið sem…

Jón Frímann ákveður að skella sér í snarpa megrun og tekst svo vel til að hann verður álíka spengilegur og hann var á 19 aldursári, eða rétt rúm 63 kg og 204 cm á hæð.

Viggi Runna ákveður að söðla um og flytja út frá mömmu sinni og pabba. Hann byggir sér hús í garðinum hjá þeim og mun búa þar pattaralegur fram eftir öllu.

Maggi Jobba splæsir í flotta hárþurrku sem kallast HAIRDRYER 3000 og verður svo svakalega montinn af gripnum að hann ákveður að safna hári og fá sér permanett.

Ninni fjárfestir í nýjum bíl, bíll þessi á eftir að reynast alveg svakalega vel og einungis bila 3 sinnum að meðaltali á dag, sem er ýfið lægra en núverandi volkswagen golf grand III turbo intercooler. Nýi bíllinn verður að gerðinni volkswagen golf grand IV turbo intercooler gta supercharged bííatshh árgerð “88.

Grundarfjarðarbær sker niður talsvert mikið í framkvæmdum á árinu og þar af leiðandi verður hætt við að bora göng yfir í Lýsuhólslaug, brú yfir í Melrakkaey, þyrlupall ofan á bæjarskrifstofuna, verslunarmiðstöð uppá Kirkjufelli, 17 þús fermetra íþróttamiðstöð með sundlaugagarði og 8 stjörnu heilsurækt fyrir loðdýr. Og sitthvað fleira sem fellur af dagskrá fyrir niðurskurðahnífnum ógurlega.

Rúna Jobba ákveður að fá sér rúllur í hárið.

Haddi Rutlu mun syrgja það mjög að Liverpool mistekst enn eitt árið að ná topp 3 í ensku og mun niðurlútur byrja að styðja Crewe Alexandra þar sem að Skagamaðurinn Gaui Þórðar ríður rækjum.

Rutla sjálf mun svo fá sér Liverpool 4th place tattú á hægri upphandlegginn manni sínum til halds og trausts.

Kaffi 59 mun byrja á þeim nýjungum að bjóða upp á karókí hindúa á nýju ári en verða frá að hverfa vegna dræmrar þáttöku.

Steini Jobba mun söðla um og opna Jakuxa leigu í Hafnarfirði, það mun verða rífandi bissness hjá kallinum í þessu enda allir bændur hættir að tíma að fjárfesta í traktorum.

Steiktir kattahalar munu ryðja sér til rúms sem hið mesta hnossgæti og leysir humarhala af, sem verða allt of dýrir fyrir almúgann.

Skipt verður tólf sinnum um borgarstjóra í reykjavík árið 2009 og endar það með því að borgarstjóraembættið verður lagt niður mun bæjarstjórinn í Kópavogi verða keisarinn yfir Reykjavík og nágrenni.

Up The Irons munu sigra tippleikinn margfræga með afgerandi yfirburðum árið 2009.

ÍA mun gera 0-0 jafntefli við Víking Ólafsvík árið 2009

Fínt í bili. Gangið hægt um gleðinnar dyr og passið ykkur á rakettunum.

Þangað til næst…. (sem verður á næsta ári)

2 thoughts on “Árleg áramótaspá fyrir 2009

  1. ég á nokkra dollara handa þér Ninni 🙂

    en bara Gleðilegt nýtt ár Tommi minn og vona ég að þessi spá hjá þér muni rætast 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s