Já fyrsti pistill ársins er við það að fæðast hérna í hausnum á mér…. 8 janúar 2009 verður fokking sögulegur fyrir þessar sakir.
Annars er maður búinn að vera í hálfgerðu móki síðan um áramótin. Erfitt að byrja þessa rútínu aftur. En þetta mjakast áfram eins og alltaf. Ég hef voðalega lítið að segja þannig að ég hef ákveðið að koma með myndasýningu. Hér fyrir neðan birtast uppáhalds myndirnar mínar sem ég tók árið 2008…
Þessi mynd er tekin í janúar 2008 inn Kolgrafarfjörðinn í afskaplega fallegu veðri. Eitthvað við hana sem heillaði mig þó svo að enginn sé skyldugur til að vera sammála mér. Smellið á hana til að stækka
Síldarævintýrið á Grundarfirði. Tekin 13 jan 2008. Mér finnst himininn afskaplega fallegur á þessari mynd og hann setur einhvern rómantískan blæ yfir myndina. Smelltu á til að stækka
Þessi mynd finnst mér líka afskaplega heillandi. Þetta eru Ninni og Dagmar að draga Kristján Frey á fögrum febrúardegi. Veifan hjá Ninna setur punktinn yfir i-ið hvað þessa varðar. Smelltu til að stækka
Afskaplega falleg mynd af Kirkjufellinu. Þessi mynd var lengi uppáhalds myndin mín í öllum heiminum. Hún er samsett úr þrem myndum teknum á mismunandi lýsingu. Smelltu til að stækka
Þessi finnst mér líka mjög skemmtileg. Gústi bróðir á flugi. Það sem heillaði mig við þessa var hvernig umhverfið er smá á hreifingu og Gústi og krossarinn í fókus. Smelltu til að stækka
Þetta hljómar asnalega en það er eitthvað við þessa mynd sem grípur mig. Þetta er kannski mynd af ómerkilegu og ryðguðu vegasalti en það er samt eitthvað við hana. Veit ekki alveg hvað það er. Litirnir kannski. Veit það bara ekki. Smelltu á til að stækka
Mistur og sólstafir yfir Snæfellsjökli. Þessi finnst mér vel heppnuð hjá mér þó ég segi sjálfur frá 😉 Smelltu á til að stækka
Rúna mín að blása sápukúlur í Kensingtongarði í London. Skemmtilegt myndefni og almenn góð stemming í þessu. Smelltu til að stækka
Þreyttir göngugarpar á toppi Snæfellsjökuls í Jónsmessugöngu síðasta sumar. Þessi mynd finnst mér vera óendanega kúl. Minnir mig alltaf á byrjunina í Band of Brothers þáttunum. Svona nett silouette stemming. Smelltu til að stækka
Tekin uppá Kirkjufellinu. Það er eitthvað við þessa sem er svona stórbrotið. Litlar mannverur horfa yfir himin og haf. Smelltu til að stækka
Skemmtileg mynd af Kristjáni Frey vera að leika sér í garðúðaranum hjá Gaua Ella. Smelltu til að stækka
Kristján Freyr á ströndinni og virkar eitthvað efins hvort hann eigi að láta sig vaða í ölduna. Smelltu til að stækka
Kristján Freyr og Rúna mín að vaða öldurnar fyrir neðan Garða í Staðarsveit. Fallegt skýjafar toppar þessa mynd. Smelltu til að stækka
Kirkjufellið í allri sinni sólarlags dýrð. Smelltu til að stækka
Mér finnst þessi nú bara skemmtileg því að ég var að prófa að fikta í multiplicity. Svaka stuð. Smelltu til að stækka
Þessi finnst mér vera ansi skemmtileg. Þetta er Maggi Jobba frá sniðugu sjónarhorni. Svo er þetta líka ein af fyrstu HDR myndunum mínum. Smelltu til að stækka
Maggi Jobba á flugi. Mér finnst þessi rosalega flott. Smelltu til að stækka
Rúna og Kristján Freyr hvíla sig við Dynjanda. Smelltu til að stækka
Selhagi í Borgarfirði. Bær sem að langafi minn byggði. Þessi er í svolitlu uppáhaldi hjá mér af persónulegum ástæðum. Smelltu til að stækka
Gústi og félagar í Draugabönum. Mér finnst þessi skemmtileg. Við vorum að reyna að ná Flags of our fathers stemmingu og tókst bara bærilega held ég. Smelltu til að stækka
Þetta er uppáhalds myndin mín þessa dagana. Ég held að ástæðan fyrir því sé þetta Lord of the rings útlit. Þetta minnir mig á Rivendale einhvernveginn. Smelltu til að stækka
Töff skýjafar yfir Kirkjufelli. Þessi mynd heillar mig. Kuldaleg og töff. Smelltu til að stækka
Þetta er lang vinsælasta myndin mín by far og ég skil það svo sem enda er ég frekar montinn af henni. Smelltu til að stækka
Grafan nálgast. Þessi mynd er tekin uppí skíðalyftu nú fyrir jólin. Mér finnst hún úber töff. Smelltu til að stækka
Þetta voru mínar uppáhalds myndir frá árinu 2008. Nú er spurningin hvað árið 2009 færir manni.
Þangað til næst….
Geggjaðar myndir. En ég sé bara ET í óveðursskýinu á þriðju síðustu myndinni, er ég bara geðveikur eða sér það einhver annar??
Hehehehe ég held þú ættir að slappa af í LSD-inu
Glæsilegar myndir.
öfunda þig mikið að vera svona fær.