Meira próf eða Meirapróf???

Það er búið að vera frekar mikið að gera í apríl… málið er að ég þurfti að skella mér í meiraprófið og er því í Reykjavík um hverja helgi frá föstudagsmorgni og út mánudag. Sef svo fjórar nætur hjá minni heittelskuðu og fer svo aftur til Reykjavíkur. Frekar þreytandi. Sem betur fer eru Benni og Iðunn með eindæmum þolinmótt fólk þannig að þetta sleppur.

Nú getur maður krossað “að keyra vörubíl” af bucket listanum mínum. Check. Það er töff að keyra vörubíl. Sérstaklega þegar maður skutlast yfir kantsteina með afturdekkin eins og enginn sé morgundagurinn 😉 En þetta kemur allt saman, veit ekki hvernig ég verð þegar ég fer að keyra trailer… sjiiitt. Svo tek ég líka leigubílapróf þannig að maður verður klár á allt nema rútuna

Þangað til næst….

4 thoughts on “Meira próf eða Meirapróf???

  1. Hehehehehe klárlega. Tek 200 kr fyrir að skutla Hadda í vinnunna á hverjum degi. Og þú færð far yfir götuna í vinnuna þína fyrir 100 kr.

Leave a reply to tommi Cancel reply