Annan í hvítasunnu þá var ákveðið að skella sér í smá göngutúr. Ég, mamma, Kappi og Gaui Ella. Ákveðið var að skella sér á hæðsta punkt Helgrindanna sem er Böðvarskúla og er 988 m á hæð (skv Ara Trausta). Við lögðum af stað kl 9 um morguninn í gríðarlega góðu og fallegu veðri. Leið okkar lá uppí Egilsskarð og vorum við þar c.a. kl 13. Þaðan var lagt á kúluna er kennd er við Böðvar og náðum við þeim áfanga kl 15 eða eftir 6 tíma göngu. Útsýnið þarna uppi er stórfenglegt. Enda var alveg heiðskýrt en smá mistur í fjarska. Þetta var gjörsamlega magnað. Þá tók við 4 tíma niðurgangur (ekki samt hefðbundinn niðurgangur heldur vorum við að ganga niður). Við vorum mætt á stéttina heima kl 19 og alveg gjörsamlega búin á því eftir 10 tíma göngu.
Á myndinni eru mamma og Kappi að skoða útsýnið af Rauðukúlu rétt eftir að búið var að snæða hádegismat. Þarna eru þau að horfa yfir síðasta leiðarspölinn yfir á Böðvarskúlu.
Frábært hjá ykkur. Hvernig voru lærvöðvarnir daginn eftir????
Halla
Þótt ótrúlegt megi virðast að þá voru þeir bara í topp standi. Veit ekki með mömmu samt. Held að hún hafi skriðið úr rúminu c.a. 4 dögum síðar.