Mánuður í jólin

24. nóv. í dag og aðeins mánuður til jóla. Kristján Freyr og móðir hans eru ólm í að festa upp öll ljós og seríur sem þau getur fundið og það er spurning hvað hægt er að draga uppúr jólakassanum fræga. Pabbinn er ekki svo sáttur með þetta jólastúss í þeim því að fyrir honum á þetta ekki að sjást fyrr en fyrsta sunnudag í aðventu… í fyrsta lagi, helst ekki fyrr en á Þorláksmessu. En þar sem að það eru tveir á móti einum þá fá þau sínu framgengt og nú eru ljósin byrjuð að týnast upp á Grundargötu 68. Það er samt ekki neitt miðað við hjá honum Jóni Frímanni vini mínum sem púllaði Griswold á þetta. Ég held að húsið hans á Hlíðarveginum hafi sett geimstöðina Mir á vitlausa sporbraut um jörðu. Þetta er nú meiri vitleysan.


Húsið fræga að Hlíðarvegi 17

En nóg um það. Í mánuðinum sem er að líða er ýmislegt búið að ganga á. Gamli varð árinu eldri eins og flesta nóvember mánuði sem maður hefur upplifað. Fékk gríðarlega fallega splunkunýja Man Utd treyju með Vidic aftaná…. heví sáttur með þetta fyrir utan að manni hefur ekki gefist tími til að skarta gripnum ennþá. Ég hef ekki farið á fótboltaæfingu síðan sautjánhundruð og súrkál enda er nárinn enn í steik. Er samt alveg að fara að byrja í ræktinni aftur… Kominn tími á það þar sem að maður er farinn að verða aðeins framstæðari en maður á að sér að vera.


Nýleg mynd af undirrituðum

Held að þetta sé orðið fínt í bili. Svo eiga allir að muna að styrkja slökkviliðið með kaup á splunkunýju dagatali sem kemur í dreifingu í desember. Kynþokkinn drýpur af hverju strái þar á bæ.

Þangað til næst….

3 thoughts on “Mánuður í jólin

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s