Er komið nýtt ár???

Það er bara komið 2011 og enginn hafði fyrir því að láta mann vita… SKANDALL.

Tökum létta yfirferð yfir 2010…

Janúar:

Þar sem að ég hef líklega verið í einhverju konfekt móki og öðrum ólifnaði þá man ég bara ekkert hvað maður gerði merkilegt í janúar… líklega ekki neitt.

Ég náði þó að taka nokkrar myndir…

Febrúar:

Hmmm skv blogginu mínu þá var þetta nú ekki merkilegt í febrúar heldur… er ég orðinn svona latur við að blogga eða?

Svo er engin mynd á flickrinu frá febrúar heldur… er það nú ástand. En Gústi bróðir átti nú afmæli þarna einhverntímann, ég hlýt að hafa knúsað hann eða eitthvað.

Mars:

Þarna fór loksins eitthvað að gerast… Ég keypti mér nýja myndavél. Skipti út 40d fyrir 1d mark III. Góð skipti. Þurfti reyndar að punga út smá aur en það var þess virði. Svo vorum við gríðarlega duglegir í boltanum og æfðum og æfðum.


fyrsta myndin úr nýju vélinni

Apríl:

Í apríl tók Eyþór Gæa sig til og rak mig í meiraprófið. Þetta var námskeið sem stóð í 5 helgar og voru svolítil átök. Þetta þurfti ég að taka til að geta byrjað í nýju starfi hjá HVE. Eldgos byrjaði á Fimmvörðuhálsi og tók ég rölt uppá Þórólfsfell og skoðaði það úr fjarska. Frekar magnað þó svo að maður hafi ekki náð að fara alveg upp að því.
Við fjölskyldan skelltum okkur inní Bárðardal í páskafrí og höfðum það notalegt.

Maí:

Það markverðasta sem ég gerði þennan mánuð var að hefja störf hjá HVE sem sjúkraflutningamaður og svo skellti ég mér uppá Helgrindur með mömmu og Gaua Ella… það var alveg magnaður göngutúr og mjög gefandi.

Júní:

HM í Suður Afríku… þessi mánuður bar þess merki að ég hafði engan tíma til að taka myndir, líklega útaf fótboltaglápi. Frekar dapurt HM hvað skemmtilega leiki varðar og þessi bévítans Vúvúsela lúðrar fóru í mínar fínustu.

Júlí:

Sumarstemmingin í algleymingi… margt bardúsað, nýr pallur tekinn í notkun sem Gústi bróðir smellti upp í rólegheitunum. Grill, frisbie, fótbolti ofl. Tinna og Eva komu í heimsókn, hátíð í Lá og svaka stuð.

Ágúst:

Keypti tvær linsur í safnið á sama tíma og skattmann borgaði vaxtabætur… tilviljun?

Við Rúna og Kristján Freyr fórum í ferðalag á Strandirnar. Vorum í góðu yfirlæti í Ingólfsfirði hjá ömmu og afa þeirra Stebba og Samma… frekar ljúft og frábært veður.

September:

Samkvæmt blogginu mínu þá gerði ég ekki neitt í september en það er nú bölvað bull… ég hlýt að hafa gert eitthvað en amk þá man ég það ekki. Ég var allavena sendur í útlegð til Akureyrar í 3 vikur.

Október:

Í október var ég í Sjúkraflutningaskólanum á Akureyri og kláraði það nám og er því löggiltur Sjúkraflutningamaður. Ég hafði það voðalega fínt á Akureyri hjá Ninna og Dagmar og eru þau hjón miklir höfðingjar heim að sækja.
Ég fór líka með Steina vini mínum á landsleik Íslands og Portúgals á blaðamannapassa til að taka myndir… það var mjög skemmtileg upplifun.
Svo var farið í starfsmannaferð með FSN í siglingu og fjölréttað hlaðborð. mmmmm namm.

Nóvember:

Jú jú ég varð 34, blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Teknar voru myndir fyrir dagatal slökkviliðsins og mikið stuð. Olíubornir og sleipir vorum við í nóvember.

Desember:

Jólin og allt það…. Við fórum í bústað í Húsafell í frábæru vetrarveðri. Rúna fór til New York og skemmti sér samkvæmt heimildum bara nokkuð vel.

Svo varðandi áramótaspána þá ætla ég að treysta á áramótaspá Baggalúts…
Völva Baggalúts hefur gefið út Völuspá fyrir árið 2011. Völvan hefur hrist hlautteina, rýnt í kaffibolla, greint innyfli 14 spendýra, fylgst með atferli fugla og spáð í spil. Svo fátt eitt sé nefnt.

Völvan sendi í morgun frá sér eftirfarandi spá:

„Ekkert breytist. Ekki neitt!“

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s