Ég er búinn að vera að hlusta á þessa hljómsveit síðan fyrir jól og ég verð bara hrifnari og hrifnari af henni við hverja hlustun…. Þvílíkur diskur sem þessi stórsveit hefur gefið út. Mér hefur ekki liðið svona síðan maður heyrði Master of Puppets hérna í denn…. ÞETTA ER GEÐVEIKT STÖFF.
Diskurinn er æðislegur, eins og áður kom fram, og er þarna sögð sagan af Baldri Óðinssyni sem verður fyrir árás óvætts og fylgir diskurinn honum eftir í leit að hefnd. Þetta er meistarastykki. Textarnir eru geðveikir, spilið er geðveikt, þetta er epískt. Ég hef ekki orð til að lýsa hrifningu minni á þessu.
Mæli með því að menn tjékki á þessu…. sérstaklega þú Dabbi Wium. (ef þú ert ekki löngu búinn að því)
Lag nr 2 á disknum.
Lag nr 7 á disknum.