Enn af hvölum…
Nú í dag (sunnudag) voru hvalirnir svo nálægt landi að maður varð bara hissa á að þeir strönduðu ekki… Þeir voru nánast alveg uppí fjöru að gúffa í sig síld í mestu makindum. Þetta var alveg magnað fyrirbæri. Maður er bara stein hissa á að Rúv eða Stöð 2 nenni ekki að drattast hingað með eina myndavél og mynda þetta… fá eitthvað annað í fréttatímann en Icesave. Fleiri myndir inná flickrinu.
Þangað til næst….