Fór á sérdeilis frábæra tónleika með Lúðrasveit tónlistarskóla Grundarfjarðar í gærkvöldi. Þemað var Rokk og ról og var þetta alveg magnað show hjá krökkunum. Lög eins og Uprising með Muse og Clocks með Coldplay, Don’t stop believing með Journey. Þetta var alveg magnað. Maður fékk gæsahúð hvað eftir annað þarna.
Miklir snillingar þessir krakkar sem við eigum hérna.