Á Góðri Stund
Thats me

Originally uploaded by Tómas Freyr

Maður var plataður í skemmtiatriðið fyrir rauða hverfið þriðja árið í röð. Þetta er hætt að vera fyndið. Fyrst þegar ég tók þátt vorum við með riverdance á bumbunni. Nokkrir þekktir karakterar úr rauða hverfinu og það var bara helvíti fyndið og gott.

Í fyrra var það tónlistarflutningur og þar plokkaði undirritaður bassann af mikilli ákefð undir dynjandi lúðrablæstri og trommuslætti.

Nú í ár var ákveðið að taka Steinda lagið Gull af mönnum og þar voru tveir söngvarar sem áttu að vera með þetta. Annar þeirra klikkaði og því þurfti að skítredda öðrum í snatri ásamt því að finna einhvern sem næði að syngja “Djöfulsins Snillingaaaar” án þess að fara í ruglið.

Á laugardeginum var hvorugt búið að gerast og allt í rugli. Ég lét tilleiðast og við gátum fundið söngvara í hlutverk Matta, þá hófust æfingar kl 17:30 á laugardeginum… það má geta þess að atriðið var frumflutt þrem tímum síðar.

Þetta tókst með eindæmum vel og endaði það þannig að rauða hverfið vann besta skemmtiatriðið og við Aron og Golli gengum nokkuð sáttir frá sviðinu.

Það eru fleiri myndir inni á flickr síðunni. Linkur hér til hliðar.

Þangað til næst….

One thought on “Á Góðri Stund

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s