Í byrjun ágúst tók ég þá miklu ákvörðun að fara í ljósmyndaferð um suðurlandið. Ég hringdi í Möggu frænku á Vatnsskarðshólum og fiffaði gistingu. Pantaði mér svo gistingu á Hrollaugsstöðum rétt hjá Jökulsárlóni.
Ég fékk jeppann lánaðan hjá tengdó, keypti mér nesti, pakkaði svefnpokanum og lagði af stað. Fyrsti staðurinn sem ég stoppaði á til þess að mynda var Hjálparfoss. Hjálparfoss er foss sem er í fossá. Fossinn hlaut þetta nafn því að ferðalangar á leið yfir Sprengisand stoppuðu iðulega þarna til að brynna hrossum sínum með fersku vatni en ekki jökulvatni…