Næsti stoppistaður var Landmannalaugar. Þarna var ég búinn að keyra allan daginn og ég var kominn í Landmannalaugar um kvöldmatarleytið. Fékk mér smá nesti og labbaði svo um. Var þarna í gríðarlega fallegu veðri og á meðan sólin var að setjast. Landmannalaugar eru klárlega einn af fegurstu stöðum landsins. Þvílíkur staður…