Umhverfis Ísland á 5 dögum.
At Jökulsárlón

Originally uploaded by Tómas Freyr

Með viðkomu á ótal gríðarlega fallegum stöðum…. Við búum í svakalega fallegu landi og megum vera stolt af.

Það hittist þannig á í sumar að Rúna var í sumarfríi þegar það var brjálað að gera hjá mér. Svo þegar ég fór í frí þá fór Rúna að vinna. Það var því lítið annað í stöðunni en að skutla sér bara einn í ferðalag. Ég var búinn að blunda með þessa hugmynd í maganum í þónokkurn tíma. Tilhugsunin um að vera aleinn í ferðalagi vopnaður myndavél var nokkuð spennandi en jafnframt nokkuð fráhrindandi líka. Ég hafði t.d. aldrei farið aleinn í nokkura daga ferðalag áður. Alltaf haft fjölskyldu eða vini með. En þetta var öðruvísi… þetta var ljósmyndaferð fyrst og fremst. Ef ég hefði haft ferðafélaga með mér þá hugsa ég að þeir hefðu verið búnir að gefast upp á mér fyrir löngu. Líklega ekki mikil þolinmæði við að bíða á meðan ég eyði c.a. 20 mínútum bara í það að spá og spuglera, stilla upp, skrúfa filtera á, skipti um linsu o.s.fr. og það fyrir eina mynd… ég tók by the way 1197 myndir í þessari ferð.

En ég lét verða af þessu. Fór á suðurland, Landmannalaugar, var tvær nætur hjá Evu frænku á meðan ég skoðaði og myndaði Suðurlandið.
Fór svo austur… Fjaðrárgljúfur, Jökulsárlón, gisti nálægt lóninu á Hrolllaugsstöðum minnir mig að staðurinn heitir.

Ákvað um morguninn þegar ég vaknaði að taka bara hringinn í staðinn fyrir að fara sömu leið til baka. Skellti mér upp að Kárahnjúkum… renndi mér svo einhverja fjallaleið niður í Jökuldal, tók Dettifoss beggja megin við hann, Goðafoss og fór svo á Akureyri og gisti þar hjá Ninna og Dagmar.

Daginn eftir var heimferðardagur með viðkomu við Hvítserk og á Illugastöðum á Vatnsnesi. Svo var rennt heim, sest við tölvuna og myndirnar unnar í rólegheitunum næstu daga á eftir.

Ég er heilt yfir mjög sáttur með þessa ferð mína og gæti alveg hugsað mér að fara aftur í svona, en væri samt til í að hafa fjölskylduna með… eða aðra ljósmyndara í sömu pælingum.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s