Svíþjóð
Bicycle race

Originally uploaded by Tómas Freyr

Það var fjölskylduferð til Svíþjóðar núna í október… Ég og Rúna, Ninni og Dagmar, Gústi og Diljá og svo loksins dólgurinn í fjölskyldunni hún Hanna. Við fórum út 6. okt. og komum heim 10. okt. Þetta var rosalega gaman. Fyrir utan að sumir versluðu yfir sig þá borðuðum við á Michelin stað sem heitir F12 og það var rosalega skemmtileg upplifun, ég hef t.d. aldrei snætt á svona fínum stað áður. Þá getur maður amk strokað það af bucket listanum.

Við gistum á hosteli sem var á gamle stan rétt hjá konungshöllinni. Ótrúlega fallegt að vera þarna á Gamle Stan. Þröngar götur og maður hálfpartinn hverfur aftur til fortíðar að vera að spóka sig þarna um.

Ég mæli með Stokkhólmi þó svo að verðlagið sé bara svipað og á Íslandi. Flott borg. Við skruppum líka á Vasa safnið og það var geðveikt. Maður rölti þarna hring eftir hring í kringum risastórt tréskip sönglandi pirates þema lagið… mögnuð stemming.
Svo skoðuðum við líka konungshöllina. Það var flott og allt það en ekki alveg jafn kúl og þegar maður skoðar Windsor kastalann í bretaríki. En samt flott engu að síður.

Í alla staði var þetta bara hin fínasta ferð. Ég sigraði ljótudansakeppnina með yfirburðum þarna eitt kvöldið. Það nær líklega enginn að toppa það. Hægt er að finna þau tilþrif á fésbókinni einhversstaðar.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s