Við Rúna og Kristján Freyr skelltum okkur í smá haustferðalag um liðna helgi. Við vorum í Bústað í Biskupstungum frá miðvikudeginum 26 okt. til sunnudagsins 30 okt. Það var mega næs. Á fimmtudeginum kíktum við á Gullfoss og Geysi ásam því að rúlla að Brúarhlöð og Hjálparfossi… Á föstudeginum var skutlast lengra suður og enduðum við rúntinn í Reynisfjöru því að Kristján vildi endilega fara og klifra í steinunum sem að strákurinn gerir í myndbandinu með Bon Iver – Holocene.
Þetta fannst honum alveg magnað. Næstum því jafn magnað og að fara á bakvið Seljalandsfoss.
Laugardagurinn var tekinn í chill á svæðinu og sunnudagurinn fór í að borða á humar á Stokkseyri og halda svo heim.
Mjög mikið fjör.
Þangað til næst….