Páskafrí 2012

Eftir gríðarlega mikla vinnutörn var loksins komið að langþráðu páskafríi. Stefnan var sett norður og planið að leggja eigi síðar af stað en kl 12 á hádegi sunnudaginn 1. apríl. Það dróst að sjálfsögðu og við dröttuðumst yfir rúlluhliðið þegar klukkan var rúmlega fimm. En þetta hófst allt að lokum og mikil gleði og tilhlökkun þegar við ruddumst yfir þröskuldinn hjá Ninna og Dagmar í Stapasíðunni. Á mánudeginum var stefnan sett upp í Hlíðarfjall í blíðskaparveðri. Heiðskírt og frost og ákjósanlegar aðstæður til skíða og brettaiðkunar. Svona var þetta líka á þriðjudeginum í fjallinu og yndislegt að renna sér.

Á kvöldin gerðum við ýmislegt til dundurs. Fórum á Greifann, bíó að sjá Svartur á leik, fórum einnig í leikhús og sáum Gulleyjuna. Mikil skemmtum og Kristján var himinlifandi með Björn Jörund og félaga.

Á miðvikudeginum var bara slappað af í sundi og búðarrápi og almennu chilli.

Á fimmtudeginu var farið á skauta þar sem allir stóðu sig með prýði nema undirritaður sem gafst upp eftir 20 mínútur vegna verkja í ökkla. Aumingjaskapur.

Á fimmtudagskvöldinu var okkur boðið í dýrindis hreindýrasteik hjá Þórhildi og Sveini. Það var hreinn unaður að láta þessa höfðingja stjana við sig. Eftir að hafa kýlt út vömbina hjá þeim var haldið í Bárðardalinn í afslöppun. Komum rétt eftir miðnættið í Klapparhús og fórum í háttinn þegar við vorum búin að koma okkur fyrir. Á föstudaginn langa var fínasta veður og fórum við í göngutúr og elduðum okkur svo kjúlla. Á laugardeginum var farið upp að Kálfborgarárvatni og dorgað í gegnum ís með Tóta og Systu. Ég hafði aldrei reynt það áður og var þetta fínasta skemmtun fyrir utan að aflinn lét eitthvað standa á sér. Heildar afli dagsins var akkúrat 0 fiskar. En fínustu torfærur og skemmtun. Eftir dorgið renndi ég mér svo á fjórhjólinu út í Aldey í smá myndaleiðangur. Svo fórum við Kristján í fjórhjólaferð honum til mikillar skemmtunar.

Á páskasunnudag þegar að Kristján var búinn að finna páskaeggið sitt fórum við í páskalamb á Húsavík til ömmu Gunnu og afa Adda. Vorum þar í nokkra tíma áður en við héldum heim á leið endurnærð á líkama og sál.

Þangað til næst….

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s