Zeiss




Kirkjufell

Originally uploaded by Tómas Freyr

Keypti mér aðra Carl Zeiss linsu um daginn… Við eigum eftir að fara almennilegan hring saman en ég tók smá test með hana eitt kvöldið. Ég er enn pínu skeptískur á hana en hún er alveg gjörsamlega manual bæði með ljósop og fókus. Menn segja að skerpan komi þegar maður nái tökum á þessu en það verður að koma í ljós. Fékk líka Lee hring með sem er fáránlega gott þar sem að maður getur einnig notað filterasettið á þessa linsu líka.

Svo er maður að detta í sumarfríið og hugmyndin er að kynna sér land og þjóð aðeins betur og leggja í smá ferð á nýja bílnum. Jú maður keypti sér líka nýjan bíl í staðinn fyrir elskulega súbbann minn sem var búinn að þjóna okkur svo vel. Nú rúntar maður um á Kia Sorento diesel drifnum jeppafák og líkar það vel. Og að sjálfsögðu er ferðinni heitið upp einhverja malarslóða á hálendi Íslands. Mikið verður það nú gaman að koma að stöðum sem maður hefur aldrei komið áður. Fátt skemmtilegra en það.

En fyrst er það fyrsta fótboltamótið hans Kristjáns Freys á Blönduósi um helgina og svo yndisleg ferðalög með fjölskyldunni… Pínu korní en svona er þetta bara…

Þangað til næst…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s