Það er mikið umhverfisslys í uppsiglingu í Kolgrafafirði. Fleiri þúsund tonn hafa “drukknað” í firðinum sökum súrefnisskorts. En mikil stemming hefur myndast þar sem ákveðið fyrirtæki í Sandgerði bíðst til að kaupa síldina og nota í refafóður. Fullt af félagasamtökum og skólabörnum hafa slegið til og mokað síld upp í kör í fjáröflunarskini. Ég var eitthvað á svæðinu og fangaði stemminguna síðustu daga.

Þetta er tekið á hádeginu daginn eftir að þetta gerðist. Það var sunnan rok og síldina rak upp í fjöru við brúna.

Bjarni og Guðrún að meta aðstæður.

Svo á sunnudeginum kíktum við Rúna niður í fjöru við Eiði og þar voru fleiri þúsund tonn af dauðri síld. Þvílíkt magn.

Hérna eru svo grunnskólakrakkarnir mættir og láta til sín taka.

Þórey og Ragnar Smári tóku á því.

Og svo útskriftarhópurinn í FSN.
Endalus traffík niður í fjöru að ná í peninga. En því miður þá dugar þetta ekki því að fleiri þúsund tonn eiga eftir að rotna þarna með tilvonandi ólykt og grútarmengum.
Þangað til næst….







