Þann 9. febrúar síðastliðinn fór ég á eina mögnuðustu tónleika sem ég hef farið á. Skálmöld var með útgáfutónleika sína í Háskólabíó þar sem að þeir fluttu plötuna Börn Loka í heild sinni… tóku smá hlé og spiluðu svo nokkur lög af Baldri. Við Kristján Freyr, Gústi Alex og Dabbi frændi skelltum okkur og sátum í sjöttu röð í góðum gír. Þeir voru magnaðir á sviði. Það skein svo í gegn hvað þeir höfðu gaman af þessu og það smitaðist út í salinn. Magnað band að flytja magnaða plötu og mögnuð útkoma. Gæsahúð fyrir allan peninginn.
Ég smellti af nokkrum römmum þarna. Leyfi myndunum að tala sínu máli.
Þangað til næst…