Norðurljós

Sunnudaginn 17. mars varð einhver sú fegursta norðurljósasprengja sem ég hef náð að festa á minniskubb. Þvílík sýning. Við Sumarliði skelltum okkur rúnt og fórum fyrir jökul. Sýningin var mest frá kl. 22:00 og til miðnættis en þá dró verulega úr virkninni.

Klakkur

Kolgrafafjörður
Þessar tvær myndir voru teknar á meðan sýningin var sem mest. Báðar úr Kolgrafafirði.

Næst var ferðinni heitið að Kirkjufellsbrúnni. Þar stoppuðum við í smá stund og tókum nokkra ramma. Mikið af túristum þarna og á tímabili töldum við einhverja 10 aðra ljósmyndara þarna.

Kirkjufellsfoss

Brúin
Myndir frá Kirkjufelli.

Eftir það héldum við lengra út á nesið. Við stoppuðum aðeins fyrir neðan Mýrar og mynduðum fjallið aftur, komum svo við hjá Skerðingsstöðum og tókum nokkrar myndir þar. Fórum yfir Fróðárheiði og komum við á Búðum. Þar voru ljósin aðeins farin að dofna en samt var svaka sýning í gangi.

Búðakirkja
Búðakirkja

Eftir Búðir héldum við áfram og stoppuðum við Lóndranga og á Svalþúfunni.

Lóndrangar
Þúfubjarg.

Eftir Lóndrangana var sýningin nánast búin og við rúntuðum heim á leið.

Þetta var rosa gaman og maður var ekki kominn upp í rúm fyrr en um hálf fjögur um nóttina. Maður var hálf myglaður morguninn eftir. En þetta var samt þess virði.

Einnig voru hér á dögunum tökulið frá BBC sem var að taka upp efni fyrir einhvern hvalaþátt. Þeir voru með þessa svakalegu græju sem gat svifið yfir hvölunum og myndað… frekar magnað dæmi. Verð að eignast svona.

The drone

Gadget

Þangað til næst…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s