Nú er sumarið að líða og haustið nálgast óðfluga. Skólarnir að byrja og allt að detta í sinn vanagang eftir sumarfríið. Hér á eftir fylgja nokkrar myndir frá sumrinu…

Hér má sjá Malarrifsvita í maí. Smellti þessari mynd þegar
ég fór með bekknum hans Kristjáns í skólaferðalag um Snæfellsnes.

Tekið í sömu ferð.

Svo voru nokkur sólsetrin í sumar…
Skruppum til Nice á leik Englands og Íslands í 16 liða úrslitum á EM. Líklega einhver sú magnaðasta upplifun sem ég hef lifað. Það var öskrað, það var grátið, það var hlegið… það var bara allur tilfinningaskalinn á einum leik. MAGNAÐ.




Búið að vera frábært sumar. Gott veður og eitthvað um ferðalög. Fórum norður á fótboltamót og svo til Egilsstaða og svo í slökun á Bárðardal.


Rúna sæta á Borgarfirði eystri.
Við feðginin á Egilsstöðum.
Ferðalaga selfie

Svo varð hún Ellen Alexandra 3 ára í júlí

Svo hentum við okkur á Landsmót skáta á Úlfljótsvatni. Það var mikið stuð.

Svo var það bæjarhátíðin okkar sem var hin ágætasta skemmtun.

Í ágúst var rútinan hægt og rólega að detta inn. Ellen byrjaði aftur á leikskólanum og allt að detta í fasta skorður. Summi og Hrafnhildur buðu okkur í veislu á dönskum dögum og það var geggjað.

Svo henti ég í smá myndband sem fór ansi víða.
Grundarfjörður from Tomas Kristjansson on Vimeo.
Njótið lífsins.
Þangað til næst….