Árið 2016 í máli og myndum

Nú er árið 2016 liðið og 2017 vel á veg komið og því kominn tími til að kíkja á liðið ár. Þetta var bara hið ágætasta ár fyrir okkur á Grundargötunni. Við skulum stikla á stóru.

Janúar:

A42A6605-1_1

Hérna er mynd frá áramótunum 2015/2016

Ég náði að skröltast á minni ónýtu hásin í smá myndarúnt en fór hvorki hratt né langt yfir.

dronekolgrafafjordur

Hérna er drónamynd yfir Kolgrafafjörð og svo drónaselfie og önnur af Kolgrafafirði fyrir neðan.selfiedrone

kolgrafafjordur

Svo skrapp ég í hvalaskoðunartúr með Láka II og gerði myndband í kjölfarið á því.

24194819042_12de4c63b9_k

Whale watching with Láki Tours from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Svo var farið á fótboltamót í Njarðvík þar sem að minn maður stóð sig með prýði.

fotboltikft

Svo voru nokkrar myndatökur hér og þar eins og þessi fyrir Krums.

24135223789_b631a9ce3a_z

Jú og krakkarnir voru bara í fínum gír…

krakkar

Febrúar:

Febrúar byrjaði með smá bakslagi í þessu hásina ævintýri mínu en ég náði að rífa hásinina aftur þann 5. febrúar og lenti því aftur á byrjunarreit með tilheyrandi þunglyndi.

hasin

Svo skruppu þeir félagar Kristján Freyr og Arnar Breki í leikhús og skemmtu sér bara vel.

billyelliot

Svo lá ég bara mestmegnis í sófanum og spilaði FIFA og fékk einstaka sinnum pabbaknús.

pabbaknus

Skíðalyftan í Grundarfirði opnaði aðeins og það var mikið fjör í brekkunum.

sledi

skidi

Svo þurfti ég að fylgja fyrrverandi bekkjarfélaga og æskuvini til grafar þegar hann Einar Hrafn Aronsson var jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju. Blessuð sé minning hans.

laugagerdi

Það var að sjálfsögðu stillt upp í smá mynd með gömlu skólafélögunum eftir jarðarförina.

Mars:

Í byrjun mars ákvað einn ólukkans háhyrningur að stranda við Urthvalafjörð.

hvalurkvalinn

kvalinnhvalur

hvalur

Ellen var dugleg að halda kaffiboð.

kaffibod

Það var farið norður á skíði og í bústað um páskana. Ellen í Hlíðarfjalli.

skidaellen

Snjóhúsagerð í Bárðardal.

snjohus

Rúna mín stóð sig vel í blakinu en Grundfirsku skvísurnar reyndu sig á móti bestu liðum landsins í efstu deild.

runa

Kristján Freyr fetaði í fótspor sjálfs Jesú Krists á árshátíð Grunnskólans.

25823216721_1099af97f3_z

Mikill áhugi á páskaeggjunum á þessum bæ.

paskar

Og svo draslaðist ég aðeins niður í fjöru með myndavélina.

26011154482_663a42235e_z

Apríl:

Sólin farin að hækka vel á lofti og vorhugur í fólki. Ellen hrikalega ánægð með skótau sem henni áskotnaðist enda í hennar uppáhalds lit.

bleikaellen

Við Kristján Freyr tókum okkur til og pimpuðum playstation tölvuna aðeins upp. Kom ansi vel út.

starwarsps4

Strákarnir í körfunni héldu áfram að gera góða hluti.

haddi

Ég myndaði fyrsta brúðkaup ársins þegar ungt par frá Bretlandi var gefið saman í Búðakirkju.

wedding

Við hittum nýjasta fallega frænda minn þegar við kíktum á hann Ólíver Ara.

oliverari

Hérna eru svo töffararnir Ívar Alex og Kristján Freyr í góðum gír.

ivaralexkristjan

Svo var komin einhver ægileg kisustemming í mannskapinn og það fjölgaði aðeins í fjölskyldunni.

kisi

Ellen varð hugfangin.

kisi2

Fór á námskeið hjá HVE á Akranesi ásamt góðum hóp.

namskeid

Skrapp aðeins út að mynda líka eftir seinni hásinaslit.

trollhals2

Byrjaði svo aftur á vöktum Eyþóri Gæa til mikils léttis og í einum túrnum hitti ég þennan öðling eftir langt hlé.

unnitommi

Og vorið var eiginlega bara komið í Grundarfirði.

26543722012_a921b443fe_z

Svo var kútmagakvöld Lions haldið með stæl.

kutmagakvold

Svo var sólsetursseasonið byrjað með stæl og ég var nokkuð duglegur á ferðinni.

26719210105_4f7dc5f49f_z

Maí:

Maí mánuður byrjaði með fótboltamóti hjá Kristjáni þegar að 5 flokkur fór á TM mót Stjörnunnar í Garðabæ. Stóðu sig vel þessir peyjar. Kristján Freyr og félagar tóku líka þátt í Íslandsmótinu í fyrsta skipti og stóðu sig mjög vel.

Strandveiðarnar byrjuðu og Ellen og afi kíktu á strandveiðibátana.

afiellen

Það var mikill vorhugur í mínum manni sem mætti niður á höfn til að veiða. Litlar sögur fara af aflatölum.

veidi

Kisurnar voru fluttar heim til okkar og Ellen var afskaplega hrifin af þeim Simba og Nölu. Hvort að sú hrifning hafi verið gagnkvæm skal ósagt látið.

ellenkisa

Svo var líka sauðburður og við kíktum í fjárhúsin á Hömrum.

saudburdur

Kettirnir vöktu mikla lukku og voru vinsælir á meðal yngri hópsins. Hérna er Eyþór Henry í heimsókn að skoða.

elleneythor

Ellert Rúnar kom og kíkti í heimsókn til okkar. Þar vakti eldhúsið hennar Ellenar Alexöndru mikla lukku.

ellertrunar

Sveinn Elmar fór með Kristjáni Frey í veiðiferð og voru ófáir kílómetrarnir lagðir að baki.

sveinnkft

Þessi elska fagnaði 35 ára afmæli í maí mánuði

runa2

Og þessi meistari varð 11 ára daginn eftir eða þann 20. maí.

kft2

Svo voru tónleikar hjá Kristjáni Frey og félögum í tónlistarskólanum og voru þeir afskaplega flottir.

26887440986_18a6da5123_z

Bekkurinn hans Kristjáns fór í vettvangsferð út á Malarrif og var það mjög vel heppnað í alla staði.

5bekkur

Ég notaði tækifærið og smellti af nokkrum í þeirri ferð.

27238583546_32403fa170_z

Tók nokkrar fermingarmyndir.

ferming

Svo var það frábært brúðkaup hjá Særúnu og Hauk.

Svo fékk Kristján Freyr viðurkenningu á útskriftinni í skólanum fyrir frábæran árangur í 5. bekk en kappinn var með 9,25 í meðaleinkunn.

kristjan

Júní:

Júní er alltaf æðislegur. Sumarið komið og allt í topp standi. Það var nóg um að vera í þessum mánuði hjá okkur fjölskyldunni. Við skruppum á frábæra bíla og verkfærasýningu á Eiði þar sem að Ellen Alexandra sat fyrir innan í felgu á traktornum hans Bjarna.

ellendekk

Svo kom leikhópurinn Lotta með sína frábæru sýningu í þríhyrningnum sem allir höfðu gaman af… bæði börn og fullorðnir.

ellenlotta

Svo skráðum við okkur í hið frábæra litahlaup sem var alveg geggjað. Ellen Alexandra er enn að tala um þetta og vill fara aftur.

This slideshow requires JavaScript.

Svo var Ísland að gera gott mót á EM í Frakklandi og eftir hinn dramatíska sigurleik á móti Austurríki tókum við skyndiákvörðun og keyptum flug til Nice í Frakklandi til að sjá England – Ísland. Við vorum svo heppin að fá miða á leikinn líka og leigðum okkur svo Airbnb á Frönsku rivierunni. Algjörlega mögnuð ferð í alla staði sem á eftir að lifa lengi í minningunni. Það var hlegið, öskrað, grátið og hreinlega misst sig í geðshræringu þegar að dómarinn flautaði leikinn af og litla Ísland hafði slegið súra Englendinga út úr keppninni.

This slideshow requires JavaScript.

Ellen Alexandra varð eftir heima og fór í frábæra útilegu með ömmu sinni og afa. Fékk að prófa mótorhjólið hans Kibba og þótti það augljóslega ekki leiðinlegt.

ellenmotorhjol

Svo fór ég í fyrstu fjallgönguna eftir hásinaslit og hafði Rúnu mína með mér til halds og trausts. Náðum fallegum sólsetursmyndum við Nónfoss og í fjörunni fyrir neðan Fellsenda.

Svo myndaði ég brúðkaup hjá Heiðrúnu og Andra og var það alveg frábær dagur. Aðstæður allar til fyrirmyndar og heppnaðist það afskaplega vel.

ferdalag16

Strax eftir Frakklandsferðina fórum við feðgarnir á N1 mótið á Akureyri og það var alveg svakalega gaman.

Júlí:

Við vorum ennþá á N1 mótinu í byrjun júlí þar sem var gríðarlega góð stemming.

Eftir N1 mótið var haldið í ferðalag um landið. Við byrjuðum á að fara austur til Egilsstaða og rúntuðum svo hálendið tilbaka og enduðum í Bárðardal. Tengdó varð sextug og var slegið upp veislu í dalnum. Mikið fjör.

Þegar við vorum fyrir austan tókum við Rúnt á Borgarfjörð eystri. Ég persónulega hafði aldrei komið þangað og var ég ekki svikinn af því. Yndislega fallegur staður og gott að vera.

28235053031_5b5644e7af_z

Þegar í Bárðardalinn var komið þá var ýmislegt dundað. Til að mynda þá hjóluðum við Rúna út um hvippinn og hvappinn… Í kringum Hamar og út í Aldey. Það var mjög skemmtilegt og krefjandi.

Einnig rúntuðum við upp í Suðurárbotna en þar hafði ég aldrei komið áður og það svæði maður lifandi… það er ótrúlega fallegt þarna og þangað ætla ég að leggja leið mína aftur.

ferdalag827673625933_b3e08357fd_z

Svo var margt annað dundað og tók ég nokkrar myndir á þessum tíma.

This slideshow requires JavaScript.

Þegar heim var komið leið ekki langur tími þangað til næsta ævintýri hófst. Þá var brunað á landsmót skáta á Úlfljótsvatni. Fengum tjaldvagninn hans Gústa bróður lánaðan og tókum eina útilegu. Mikið stuð og Kristján ofurskáti var í essinu sínu.

Eftir að við komum heim þá var bæjarhátíðin Á góðri stund og var það mikið fjör eins og alltaf.

Eftir helgina var farið í gönguferð upp á Eldborg með Þórhildi, Sigga og svo var Jón Björgvin snillingur með okkur líka.

Fékk að fylgja Hadda og Kidda að taka á móti risa skemmtiferðaskipi á föstudeginum bæjarhátíðinni.

Svo fagnaði Ellen Alexandra þriggja ára afmælinu þann 16. júlí og af því tilefni vildi hún endilega sitja fyrir í Smáralindinni.

ellensmaralind

Ágúst:

Ágúst byrjaði með einróma veðurblíðu og fallegum sólsetrum. Það var æði.

Ellen Alexandra hélt áfram að blómstra og fékk til að mynda að afgreiða með Sillu í búðinni.

Kristján Freyr var mikið í því að hoppa í sjóinn og þótti gaman að því. Hann var með einlægan aðdáendahóp með sér.

Myndaði brúðkaupið hjá þessum turtildúfum hinumegin við fjallgarðinn.

wedding1

Þessi elska gerði sig heimkomna í FSN en Rúna mín náði þó ekki að innheimta skólagjöld af henni.

kongulo

Henti í myndband frá Grundarfirði sem fór ansi víða…

Grundarfjörður from Tomas Kristjansson on Vimeo.

Fórum í enda ágúst í Bárðardalinn þar sem skírnarafmæli Rúnu var fagnað ásamt brúðkaupsafmæli afa og ömmu á Húsó.

Ellen fékk afmælispartý þegar að leikskólinn byrjaði aftur og henni þótti það ekki leiðinlegt.

ellenafmaeli

Kristján Freyr fékk far með pabba sínum í sjúkrabílnum eftir einn fótboltaleikinn í Reykjavík og notaði tímann til að slaka á afturí.

sjukrabill

Svo voru það Danskir dagar í Hólminum þar sem að þessi snillingur sá um kræsingarnar… obbosins veisla.

danskirdagar

September:

Það var mikið fjör í september. Haustið mætt (og stendur reyndar ennþá yfir 10. febrúar 2017). Ég færði ástkærri tengdamóður minni mynd í tilefni af 60 ára afmælinu í sumar.

anna

Pabbi bauð til veislu þegar hann átti afmæli þann 2. september. Það var næs.

Svo var skundað í Kórinn til að berja táningapoppgoðið Justin Bieber augum. Minn maður var dolfallinn yfir þessu mæmi. Pabbinn var ekki alveg eins og hefur þegar fjárfest í miðum á Rammstein í sömu höll þar sem drengurinn fær að gera samanburð.

Jón Frímann vinur minn varð 40 ára í júlí og hélt heljarinnar veislu í september. Þar var margt um manninn og mikið fjör.

Svo var réttað í fyrsta skipti í nýju réttinni í Hrafnkelsstaðabotni.

This slideshow requires JavaScript.

Við tókum góða tiltekt í sjúkrabílaskýlinu. Þar kenndi ýmissa grasa og margt forvitnilegt tólið sem við dustuðum rykið af.

sjukrabill1

Tókum góðan hjólreiðatúr í Berserkjahrauni.

hjolatur

Og börnin voru að detta í rútínuna aftur eftir frábært sumarfrí.

Svo myndaði ég Dagný og Eymar á fallegum rigningardegi.

wedding2

Svo var norðurljósatímabilið hafið og maður skottaðist aðeins út.

nordurljosnordurljos2

Október:

Það var ýmislegt dundað í þessum mánuði en hæst ber þó að telja ferð til Nýju Jórvíkur í Ameríkuhrepp. Þangað var förinni heitið í tilefni af 40 ára afmæli þann 2. nóvember. En við vorum nú samt heima mest allan mánuðinn og þá komu þeir Ólíver Ari og Hinrik Nói í heimsókn til okkar.

ellenoliver

Það voru miklir vatnavextir í október og þarna er Kirkjufellsfoss eins og beljandi stórfljót.

Við skelltum okkur í bústað á Suðurlandinu og höfðum það gott með góðu fólki.

Þar kíkti ég á Brúarárfoss sem hafði verið á döfinni hjá mér lengi. Það var magnað.

Svo voru gríðarlega hörð mótmæli í Grundarfirði. Jafnrétti já takk.

motmaeli

Svo vorum við feðgarnir bleikir á bleika daginn.

bleikidagurinn

Svo fljótlega eftir þessa sumarbústaðadvöl var kominn tími til að kveðja krakkana en við áttum ekki eftir að sjá þá næstu 11 daga.

newyork1

Og þá var ferðinni heitið til New York. Þvílík borg. Alveg magnað að vera þarna og mæli ég með því fyrir alla. Þar er hægt að finna allt sem hugurinn girnist… Nema kannski frið og ró.

This slideshow requires JavaScript.

Við skruppum á Ground Zero. Það verður enginn ósnortinn þar. Gjörsamlega magnaður staður

newyork18

Það er svo margt að sjá þarna. Mögnuð borg.

This slideshow requires JavaScript.

Nóvember:

Þessi mánuður hófst í Airbnb herbergi í Bronx. Svo fagnaði ég 40 ára afmælinu þann 2. nóvember með stæl í New York. Geggjað alveg hreint. Byrjaði þennan mánuð á að skella mér í rakstur á alvöru barbershop í Bronx. Undarleg upplifun en miklir fagmenn sem starfa þarna.

new1

Svo var það afmælisdagurinn. Hann var geggjaður. Fórum út að borða í hádeginu á 3 stjörnu Michelin stað sem heitir Le Bernardin. Æðislegur matur svo ekki sé meira sagt. Mögnuð upplifun. Svo var farið í þyrluflug um Manhattan og endað á að ganga yfir Brooklyn Bridge. Geggjaður dagur.

Svo var sólsetrið á Manhattan einstaklega fallegt á afmælisdaginn.

30868857165_f2501a6b78_z

Restin af New York ferðinni var líka æðisleg. Við flugum svo heim 6. nóvember og lentum á Íslandi þann 7. nóvember.

This slideshow requires JavaScript.

Það var samt yndislegt að koma heim.

new12

Rúna mín var ekki lengi að byrja að jólaskreyta þarna snemma í nóvember mér til mikillar armæðu… en ég fékk engu ráðið um þetta.

new13

Við Sumarliði skruppum á Canon hátíð í Hörpunni. Hérna erum við með meistara Ottó í góðum gír.

canonhatid

Svo var það bruninn mikli á Miðhrauni. Líklega eitt stærsta útkall slökkviliðs Grundarfjarðar síðan Stöðin brann 2009. Þarna þurfti að taka á því og gekk allt vel miðað við aðstæður.

This slideshow requires JavaScript.

Desember:

Þá er það síðasti mánuður ársins sem eins og nánast alltaf er undirlagður af jólastússi og öðru veseni. Sem betur fer höfðum við Rúna (aðallega Rúna samt) græjað allar jólagjafir í New York þannig að við vorum bara nokkuð slök í desember. Byrjuðum á að fara á Baggalút með Gústa og Diljá. Þeir standa alltaf fyrir sínu.

Svo var það Mugison í Hörpunni… sjitt hvað hann er mikill meistari.

mugison

Svo var mikið jólastúss á Grundargötu 15. Myndarlegur hópur þarna.

jolaskvisur

Einar Þorvarðar í Hólminum kom og smellti upp veggfóðrinu sem við létum Logoflex græja. Kemur rosalega vel út en þetta er ljósmynd af Aldeyjarfossi eftir mig.

Dagatal Slökkviliðs Grundarfjarðar rauk út eins og heitar lummur og kláraðist upplagið í þetta skipti.

erling

Og slökkviliðið þurfti aðeins að taka á því í heimahúsi hérna í Grundarfirði. Til allrar lukku slasaðist enginn þar.

eldurmaggi

Við Rúna skruppum í bjöllur á aðfangadag með góðum hóp af fólki.

jolabjollur

Svo var það myndatakan á aðfangadag hjá okkur fjölskyldunni.

This slideshow requires JavaScript.

Jólin voru afskaplega notaleg og ljúf. Við vorum heima bara fjögur í fyrsta skipti og var það afskaplega þægilegt. Skruppum svo í heimsókn til mömmu og tengdó um kvöldið.

Tíminn á milli jóla og nýárs var líka ljúfur. Fórum aðeins út að leika með öllum Jobbunum.

Svo fórum við Ellen út að leika líka í góða veðrinu.

Áramótin voru líka með fínasta móti.

aramot

Þá er búið að stikla á stóru yfir árið 2016.

Þangað til næst…

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s