Þá er árið 2018 liðið og því ágætis tilefni til að henda í eins og einn áramótapistil.
Janúar:
Árið hófst á svipuðum nótum eins og önnur ár eða með árlegu 1. janúar letikasti.

Kolgrafafjörðurinn þann 3. janúar 2018
Tók nokkrar myndir og gerði nokkur video svona eins og gengur og gerist.

Bjarnarhafnarfjall 3. janúar 2018
Svo var smá systkinahittingur líka sem er alltaf ljúft…
Dróninn fór aðeins á loft líka…

Grundarfjörður 5. janúar 2018
Gerði loksins video frá sumarfríinu, þrettándabrennu og svo video frá Grundarfirði í byrjun janúar.
Rúna fór með krakkana í Bláfjöll og svo var eitthvað meira brasað svona eins og gengur og gerist.
Febrúar:
Hápunktur febrúar mánaðar var jólögjöfin hans Kristjáns Freys sem var innleyst. Þar var haldið til Manchester til að sjá leik Manchester United og Huddersfield.
Þetta var alveg frábær ferð þar sem hápunkturinn var klárlega 2-0 sigur Manchester United. Við hittum líka Daley Blind í miðbæ Manchester þar sem hann var mjög almennilegur og kurteis og leyfði okkur að taka mynd af sér með Kristjáni Frey. Fórum á Imperial War Museum og nutum okkar vel þarna.
Eldhúsframkvæmdir voru komnar á fullt og því var mikið af 1944 réttum á boðstólnum ásamt því að við vorum dugleg að bjóða okkur í mat hingað og þangað.
Svo var aðeins myndað líka svona eins og gengur og gerist.
Skíðalyftan í Grundarfirði opnaði í smá stund og þá var tækifærið gripið.
Mars:
Kristján Freyr tók þátt í upplestrarkeppni fyrir bekkinn sinn ásamt bekkjarsystkinum sínum.
Við skelltum okkur norður á skíði og það var frábært.
Svo var farið á Sólstafi í Bæjarbíó Hafnarfirði… geggjaðir tónleikar.
Svo var einstaka pabbaknús líka… alltaf ljúft.
Og Ellen Alexandra hitti Ara tannlækni og stóð sig vel.
Svo voru teknar nokkrar myndir líka… Fórum meðal annars í frábæra ferð með Hjalta uppá Snæfellsjökul.
Sólsetur og Kirkjufell

Norðurljós í Hraunsfirði
Leiðin heim

Snæfellsnes
Fjallatrukkurinn hans Hjalta

Tunglið séð af Jöklinum
Og svo video úr ferðinni
Apríl:
Ellen tók að sér fyrirsætustörf fyrir Varma
Og undirritaður braut á sér olnbogann eins og lesa má um á þessari ágætu síðu…
Ellen tók rugludaginn í skólanum alla leið…
Ég tók að mér að búa til myndband og taka myndir fyrir kayakleiguna Vestur Adventures sem Gæi og Una komu á koppinn…
Svo var frábært fótboltamót á Stjörnuvellinum.
Svo var ýmislegt annað brallað.
Maí:
Það var ýmislegt sem var á döfinni í maí. Eldhúsframkvæmdirnar voru enn á fullu og þann 11. maí var blásið til vorgleði í Samkomuhúsinu þar sem undirritaður var búinn að taka að sér veislustjórn.
Ellen fór aftur á fótboltamót og nú var það Cheerios mótið á Víkingsvellinum. Þar var mikið stuð. Kristján Freyr hélt áfram að standa sig í boltanum og nú á yngra ári í 4 flokk.
Svo kíkti Ellen Alexandra aðeins í heimsókn á slökkvistöðina og fannst það ekki leiðinlegt.
Ellen Alexandra í sveitaferð á Kverná.
Svo fengum við 2 franska drengi til okkar frá Paimpol sem dvöldu hjá okkur í vikutíma. Það var ótrúlega gaman og lærdómsríkt.
Kristján Freyr og Rúna mín fögnuðu afmælum sínum. Rúna þann 19. maí og Kristján Freyr þann 20. maí.
Sumarliði smellti mynd af okkur Hauki á útskrift í FSN. Annar okkar var að útskrifast sko…
Við Gæi Kæjak á góðri stund í maí. Frábærar ferðir hjá þeim.
Ellen Alexandra er afskaplega ljúf og góð… þegar hún er sofandi þessi elska.
Svo fórum við Kristján Freyr og kíktum á nýjasta prinsinn hjá Ellen og Sveini.
Júní:
Byrjuðum júní á að endurheimta mömmuna úr viku gönguferð um Skosku hálöndin og það var afskaplega ljúft.
Svo fékk Ellen Alexandra líka að hitta nýjasta prinsinn hjá Ellen og Sveini sem síðar hlaut nafnið Styrmir Hrafn.
Svo var aðeins myndað í Grundarfirði…
Leikhópurinn Lotta kom og hélt sýningu í þríhyrningnum í Grundarfirði… Alltaf jafn skemmtilegt.
Júlli Jobba bauð okkur strákunum á landsleik á móti Gana í laugadalnum þar sem landsliðið var að undirbúa sig fyrir HM.
Svo var að sjálfsögðu farið í hið margfræga litahlaup en Ellen Alexandra vill alls ekki missa af því.
Svo var gríðarlega mikið fjör á 17. júní þar sem froðurennibrautin sló í gegn eins og svo oft áður.
Svo var mikil landsliðsstemmning í kringum HM að sjálfsögðu. Mæðgurnar misstu ekki af því.
Svo var farið í Bárðardalinn þar sem að Aðalsteinn Þórólfsson fagnaði 90 ára afmæli sínu. Það var mikið fjör og mjög gaman. Við Rúna hjóluðum þarna í sveitinni og það var krefjandi túr.
Svartá í Bárðardal

Svartá

Sólsetur í Bárðardal
Svo var haldið af landi brott þann 30. júní í langþráð frí og keppnisferð hjá Kristjáni. Ellen var ansi spennt á flugvellinum.
Júlí:
Í þessum mánuði var haldið erlendis. Fyrst til Salou rétt hjá Barcelona þar sem Kristján Freyr og strákarnir í 4. flokk fóru í langþráð keppnisferðalag. Við vorum vikutíma í Salou í góðu yfirlæti. Þegar keppnisferðinni lauk héldum við áfram á ferðalagi. Leigðum okkur bílaleigubíl og keyrðum yfir Frakkland, yfir til Ítalíu og svo aftur til Spánar þar sem við flugum heim 15. júlí.
Barcelona Cup 2018 í Salou var mikið ævintýri. Kristján Freyr náði að slasa sig í fyrsta leik og endaði það með sjúkrabílaferð upp á slysó. Þar reyndist allt óbrotið og óslitið en hann gat lítið keppt það sem eftir var. Náði nokkrum mínútum í síðustu 2 leikjunum.
Þann 1. júlí stungum við Rúna af frá hópnum og skildum Ellen eftir í pössun hjá Örnu og Árna. Við fórum yfir til Barcelona þar sem við hittum Beggu og Sigurbjörn og fórum á Guns’n Roses tónleika. Geggjað show.
Fyrsta vikan einkenndist af Barcelona Cup. Svo var farið í frábæran skemmtigarð með strákana og leikið sér á ströndinni. Síðasta daginn var svo farið á Nou Camp og heimavöllur Barcelona skoðaður.
Þegar við vorum búin að kveðja hópinn á flugvellinum í Barcelona fórum við á bílaleiguna að sækja þennan…
Einu skilyrðin sem sett voru þegar leitað var að bílaleigubíl var rúmgóður, sjálfskiptur og með loftkælingu… BMW 520d var það… geggjaður bíll í alla staði sem var kannski ágætt því að fyrsti leggurinn af ferðinni var að keyra frá flugvellinum í Barcelona yfir til Cannes í Frakklandi. Við lögðum af stað um fjögur leitið og vorum að detta inn rétt fyrir miðnætti í Airbnb íbúðina okkar. Þar var sett í þvottavél og slakað á í 3 daga. Við vorum 3 nætur þarna í Cannes… frábær borg.
Við fórum í dagsferð yfir til Mónakó og til Éze sem er magnaður staður… reyndar Mónakó líka bara á annan hátt.
Þegar við vorum búin að njóta lífsins í þrjá daga í Cannes var ákveðið að halda af stað til Ítalíu. Við byrjuðum reyndar á að stoppa í skemmtigarði í Nice og leyfa krökkunum að busla aðeins.
Þá var keyrt yfir landamærin og komið í lítinn bæ sem heitir Imperia. Þar gistum við á litlu snotru fjölskylduhóteli og höfðum það gott… Reyndar var einn frekar stór galli en á þessu litla hóteli var ekki loftkæling á herberginu okkar. Maður vaknaði í svitabaði á nóttunni enda alveg svakalega heitt… en það slapp til þessar 2 nætur og þessi hluti ferðarinnar var yndislegur. Reyndar var svakalegur munur á umferðarmenningu Frakka og Ítala en ég er á því að maður þurfi að vera geðsjúklingur til að ná bílprófinu á Ítalíu.
Þegar við vorum búin að gista 2 nætur á Ítalíu var ferðinni heitið aftur yfir landamærin til Frakklands og stefnan sett á Vitrolles sem er rétt utan við Marseille. Við stoppuðum þó í einhversskonar þjóðgarði til að sjá hina tignarlegu flamíngó fugla… það var nokkuð skemmtilegur útúrdúr. Við vorum 2 nætur í Vitrolles og nýttum fyrsta daginn til að kíkja aðeins í búðir en seinni daginn fórum við á rúntinn og enduðum í litlum glæsilegum bæ rétt fyrir utan Marseille þar sem voru klettóttar strendur. Kristján Freyr nýtti tækifærið og hoppaði nokkrum sinnum í sjóinn af einum klettinum þarna. Mjög skemmtilegt.
Þá var ferðinni heitið yfir til Spánar þar sem við eyddum síðustu nóttini fyrir heimferð en við bókuðum eina nótt á hóteli í Girona sem er æðislegur bær í klukkustundar fjarðlægð frá Barcelona. Þarna fór hitinn hátt í 40 stig og við vorum gjörsamlega að kafna úr hita. Nýttum eina daginn þarna til að skoða borgina en það er engin strönd í þessum bæ. Þarna er samt glæsilegur miðbær og mikið af fornum byggingum og mikið hægt að skoða. Frábærir veitingastaðir.
Seinnipartinn þann 15. júlí var svo haldið af stað úr hitanum í Girona á flugvöllinn í Barcelona þar sem við áttum kvöldflug heim. Ellen Alexandra fagnaði svo 5 ára afmælinu í háloftunum en hún á að sjálfsögðu afmæli 16 júlí eins og allir eiga að vita… að hennar sögn.

Afmælisprinsessan fékk kórónu frá flugfreyjunum.
Svo var prinsessupakki sem tók á móti henni á Íslandi hjá ömmu Röggu.

Roggin afmælisstelpa
Það var ansi gott að komast heim í rigninguna eftir 2 vikna ferðalag í Evrópu. Ég henti í nokkrar sólsetursmyndir þegar ég kom heim og svo smá video fikt.
Svo var bæjarhátíðin Á Góðri Stund að sjálfsögðu á sínum stað og það var að sjálfsögðu heilmikið fjör. Systkinin unnu sitthvorn fótboltann í fótboltaþraut Arion banka.
Svo var það hátíðin sjálf… mikið fjör.
Við hjónin tókum svo að okkur gæslustörf á laugardagskvöldinu…
Ágúst:
Það var nóg um að vera í ágúst líka en ég var að sjálfsögðu heima um verslunarmannahelgina vegna virðisaukavinnu eins og alltaf. Það stoppaði okkur þó ekki í að skella okkur í miðnætursiglingu með Vestur Adventures í magnaða ferð. Rerum um Grundarfjörð á meðan sólin var að setjast. Þetta var æðislegt.
Kristján Freyr notaði sumarlaunin í að fjárfesta í krossara og þótti það ekki leiðinlegt.
Ellen Alexandra byrjaði á Eldhömrum sem er 5 ára deild uppi í Grunnskóla og var mjög upp með sér enda komin upp í stóra skólann.
Kolgrafafjörður fylltist af grindhvölum sem voru eitthvað að villast.
Vargurinn tók sig til og reddaði þessum.
Hérna er svo smá myndband af þessu ævintýri.
Skálmöld hélt magnaða tónleika í Hörpunni með Sinfoníuhljómsveit Íslands.
Tók að mér nokkur myndaverkefni og eitt þeirra var hinumegin við fjallgarðinn þar sem við notuðum tækifærið og skelltum okkur á ströndina og kíktum aðeins í Rauðfeldargjá og fleira.
Myndaði líka þessa glæsilegu fermingarstúlku í Ólafsvík.

Inga Sóley
September:
Það var ýmislegt brallað í september… Eldhúsið var loksins orðið nothæft og geggjað. Í framhaldi af því kynntist ég Sansa… Gamechanger. Ég var farinn að geta kokkað fram snilldar rétti í nýja eldhúsinu þökk sé Sansa. Þrjár heitar máltíðir í viku. September var Sansa mánuður… reyndar urðu allir mánuðir á eftir þessum líka Sansa mánuðir en það er önnur saga.
Bubbi og Dimma voru með gigg í Frystiklefanum Rifi… geggjaðir.
Ellen Alexandra fór aaaaðeins og geyst á hlaupahjólinu sínu og faceplantaði á malbikið… og jú hún var með hjálm.
Við fórum í bústað upp í Borgarfjörð og dvöldum í Munaðarnesi á meðan Rúna tók námstörn á Bifröst en sú gamla skráði sig í háskólanám. Það var yndislegt í Borgarfirðinum… kíktum upp á Grábrók, Hraunfossa og Háafell svo eitthvað sé nefnt.

Hraunfossar
Og já ég fjárfesti í nýjum dróna þegar DJI Mavic 2 pro kom út. Geggjuð græja.
Grundarfjörður úr nýja drónanum.

Panorama loftmynd af firðinum fagra síðasta dag september mánaðar.
Slökkviliðið kom svo saman til æfinga eftir sumarfrí. Alltaf stuð með þessum meisturum.
Skellti svo saman klysjulegu Kirkjufellsmyndbandi.
Október:
Þessi mánuður var bara sæmilegur… smá norðurljós.
Rútínan er góð… hérna erum við Ellen að bíða eftir Rúnu fyrir utan FSN eins og við gerum yfirleitt um fjögur leitið á hverjum virkum degi.
Ellen var ansi roggin með fótboltaskjöldinn sem maður fær fyrir að vera góður liðsfélagi.
Við skruppum nokkra daga til Akureyrar til að heiðra Þuru með nærveru okkar. Mikið fjör.
Ellen aðstoðaði ömmu sína við sviðaveislu eldri borgara.
Svo var líka Halloween partý á Eldhömrum og mín var all in.
Fínasti mánuður alveg hreint.
Nóvember:
Þessi mánuður byrjar yfirleitt alltaf á svipuðum nótum… að gamli verður árinu eldri. Það breyttist ekkert þetta árið þegar 2. nóvember rann upp.
Það kom einn og einn góðviðrisdagur í nóvember
Það var massa slökkviliðsæfing hérna í Grundarfirði þegar Gústi og félagar komu úr Reykjavík til að kenna okkur.
Ellen og Magni fóru á Nettó mótið og það var hörku fjör.
Svo fórum við á hótel Borealis og á jólahlaðborð í Grímsborgum… það var geggjað.
Kristján Freyr og krakkarnir í bekknum fóru og prófuðu klifurvegginn hjá Björgunarsveitinni Klakki.
Svo fór minn maður í magaspeglun á LSH þar sem hann hefur verið eitthvað slæmur í maganum undanfarið… það fannst ekkert óeðlilegt þar sem betur fer.
Desember:
Þessi mánuður er alltaf sami unaðurinn… jólastress, át, feelgood stemmning og þess háttar. Þann 1. des fékk ég samt að mynda brúðkaupið hjá Atla frænda og Guðnýju Lindu. Það var yndislegt og skemmtilegt.
Við fjölskyldan fórum svo í menningarferð til Reykjavíkur og byrjuðum á að hoppa aðeins í Rush.
Svo var farið á Nova svellið og rennt sér aðeins á skautum.
Og endað í jólahlaðborði og svo á Baggalútstónleikum.
Svo var útskrift hjá FSN og þar smellti Sumarliði þessari glæsilegu mynd af okkur hjónunum.
Og svo smellti ég þessari mynd af betri helmingnum.
Svo var dróninn aðeins brúkaður.
Kirkjufell 
Grundarfjörður
Slökkviliðið lenti í smá hasar þegar Kvíabryggjumenn voru aðeins of grimmir í að reykja bjúgu… en enginn slasaðist sem betur fer.
Arndís Jenný hélt útskriftarveislu á Kaffi 59.
Svo komu jólin með allir sinni afslöppun og konfektáti.
Simbi fékk líka að vera með á mynd þó að hann virki ekkert alltof ánægður með það.
Svo var það á milli jóla og nýárs þegar hin árlega fjöruferð Jobbana var farin og að sjálfsögðu meira át.
Svo að sjálfsögðu var árið endað með góðu áramótateiti og sprengjuvitleysu.
Þetta er orðið ágætt ef þú nenntir að scrolla alla leið hingað niður… Vel gert hjá þér… Stiklað á stóru yfir árið.
Þangað til næst…