Unglingurinn

Það er alveg magnað hvernig aldurinn færist yfir hægt og rólega. Nú er maður kominn á hinn virðulega fimmtugsaldur en hausinn er kannski ekki alveg að átta sig á því. Nú á dögunum ákvað unglingurinn ég að prófa svokallað hoverboard sem að sonur minn á og þeysist um eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Hér gefur að líta svokallað hoverboard.

hoverboard

Hér má svo sjá virðulegan mann á besta aldri brúka slíkt tæki.

rider

Ég ætlaði nú aldeilis að prófa þetta enda leit þetta út fyrir að vera leikur einn þegar maður horfði á soninn þeysast um á þessu.

Ég hafði frekar mikið rangt fyrir mér hvað þetta varðaði… Eftir að hafa farið upp á þetta manndrápstæki og látið Kristján leiða mig áleiðis eftir götunni ákvað ég að reyna að fara um einn og óstuddur. Það fór einhvernveginn svona….

8PbkhNs.gif

Og afleiðingarnar eru brotinn olnbogi og frekar bágborið ástand á gamla og risið frekar lágt. Hef svolítið verið að hugleiða aldurinn undanfarna daga og þarf eiginlega að átta mig á því að maður er kannski enginn unglingur lengur.

30592641_1584112571715991_8825021860329553920_n

Nú eru liðnar næstum 2 vikur frá þessari aldursuppgvötvun og ég get nánast ekkert notað hendina. Maður er víst ekki alveg eins léttur á sér eins og maður var og á þessum aldri er maður í talsvert meiri hættu á að brjóta eitthvað ef maður álpast til að detta á hausinn. Maður er ekkert að yngjast…

Ef maður horfir á björtu hliðarnar þá er ég að minnsta kosti heppinn að vera rétthentur.

Þangað til næst….

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s