Að elska

Tómas Freyr og Kristján Freyr sitja tveir við kvöldmatarborðið í gærkvöldi og gæða sér á rjómaís. Og hér kemur hluti úr kvöldverðarumræðunum það kvöld.

Kristján Freyr: Pabbi… hvað er að elska?

Tómas Freyr: Það er svona þegar manni þykir rosalega rosalega vænt um einhvern, þá elskar maður hann… Alveg eins og mér þykir rosalega rosalega vænt um þig, þá elska ég þig.

Kristján Freyr: Já ok… (hugsar sig um í smá stund) Pabbi, mér þykir rosalega vænt um þennan ís

Tómas Freyr: (andvarp)

Þangað til næst….

Febrúar

Það vantar ekki frosthörkurnar nú í febrúar… maður þarf að klæða sig í 4 gammósíur og 5 sokka bara til að lifa af að hlaupa út í bíl sem að sjálfsögðu fer ekki í gang af því að hann er gadd freðinn…. eða þannig. Það mætti frekar halda að það sé komið vor. Þetta er rugl. En ég kvarta ekki á meðan þetta er svona.

Já og á meðan ég man… Ninni bróðir er kominn út úr skápnum. Á þessu átti ég nú ekki von en svona er þetta.

Ninni og nýi sambýlismaðurinn

Þangað til næst….

2010

Tvöþúsund og tíu… tuttugu tíu… tveir núll einn núll… þetta er svakaleg tala.

Árið 2010 verur gríðarlega merkilegt ár… þetta ár verður það ár sem að Grundarfjörður kemst á kortið í fótboltaheiminum með stórum skelli. Fólk á eftir að verða agndofa yfir ágæti þessa litla liðs sem skaut uppá yfirborðið með stæl.

En ýmislegt fleira á eftir að koma upp á árinu 2010. Með hjálp kuklara og einfættrar spákonu hef ég komist að ýmsu merkilegu sem á eftir að henda. Þetta er ekki venjuleg spá eins og maður sér í Vikunni, ónei, Hérna lítum við undir yfirborðið og sjáum hvað mun gerast krassandi á næstunni. Kíkjum á þetta…

Á árinu 2010 mun…

Tryggvi nokkur Hadda sturta ófáum Viking bjórum niður kokið á sér.

Ragnar Smári eiga við gríðarlegt attitude problem að stríða. Þetta mun skila mórölskum vandamálum inní Grundarfjarðarliðið.

Heimir Þór hefja nýjan kafla í lífi sínu þegar hann reynir fyrir sér sem fyrirsæta fyrir karlatímarit.

Ninni fá aukavinnu við að prófa rassadildóa

Rut gera tilraunir í nánum kynnum við sama kyn Hadda til mikillar armæðu

Haddi mun gera slíkt hið sama.

Dagmar reyna fyrir sér í hundaræktun

Jón Frímann ná sér í aukatekjur með því að selja sig.

Ditta Gústa gerast yfirsmakkari á Kaffi Saur

Gústi Alex fara að æfa súludans

Hanna Gústavs leggja fótboltann til hliðar og einbeita sér að Boccia

Þetta og margt fleira mun gerast… sanniði til.

Þangað til næst….

Árið 2009

Janúar…

Ekkert merkilegt sem gerðist hér fyrir utan að Man Utd skellti Chelsea 3-0, ég skráði mig í bókhaldsnám næstu 2 mánuði.

Febrúar…

Róleg stemming á Grundargötu 68 þennan mánuðinn… Ég keyrði 2 í viku til Reykjavíkur til að mennta mig í Bókhaldsfræðum.

Mars…

Man Utd voru rasskelltir á Old Trafford af Liverpoop 1-4. Svartur dagur og ég er ekki viss um hvort ég sé enn búinn að jafna mig á þessum horbjóði. Jú og svo rakaði ég mig sköllóttan til að jafna út kollvikin.

Apríl…

Fjölskyldan fór í vetrarævintýraferð inní Bárðardal til að éta páskaegg.

Maí…

Brúðkaupspælingar á háu stigi… Man Utd Englandsmeistari 3 árið í röð og jafna þar með titlafjölda Liverpool (sem hafa ekki unnið síðan einhverntímann á síðustu öld).

Júní…

Hef greinilega haft nóg annað að gera en að blogga þennan mánuðinn… líklega vegna brúðkaupsplana og brúðkaupsheimsókna til Jóns Frímanns og Láru sem giftu sig í þessum mánuði. Kallinn var steggjaður í drasl og skotinn í rusl með litboltabyssu. Einnig var Ninni bróðir steggjaður, sendur í stúdíó og látinn perrast með samkynhneigðum ljósmyndara í Öskjuhlíðinni… Banani kom við sögu en maður er samt bundinn þagnareið.

Júlí…

Giftum okkur 4 júlí með pompi og pragt. Fórum svo í ferðalag um norðausturland og blíðskapar veðri. Mega fínt stöff þar á ferð. Hátíðin á góðri stund var haldin og fór vel fram. Við Gústi bróðir mössuðum útvarpið þar sem að við spiluðum lagið með Ninna í gríð og erg.

Ágúst…

Ninni og Dagmar giftu sig á Egilsstöðum og héldu svo frábæra veislu í Jökuldalnum… Ég var veislustjóri ásamt einni vinkonu Dagmarar og fór þetta allt saman gríðarlega vel fram. Frumflutningur á Is it true með Ninna fyrir Dagmar vakti gríðarlega lukku.

September…

Skráði mig í skóla og stefndi á stúdentinn í lok annar.

Október…

Lífið gengur sinn vanagang. Er í skólanum, vinnunni, formaður UMFG, slökkviliðið og eitthvað fleira…

Nóvember…

Þessi mánuður byrjar alltaf eins… eitt ár enn. Skólinn orðinn þyngri… tek til við að undirbúa útgáfu dagatals fyrir slökkviliðið. Hneikslast enn og aftur á einstaklega snemmbúnum jólalagaflutningi á öldum ljósvakans.

Desember…

Mikið að gerast í desember. Gáfum út dagatal Slökkviliðsins þar sem að hr nóvember fer á kostum ásamt hr febrúar. Jólin koma, útskrifast sem stúdent og ég veit ekki hvað og hvað. Eflaust eitthvað fleira en þetta dugar í bili…

Áramótaspá Tommans kemur strax á morgun 1 jan þannig að þangað til gangiði hægt um gleðinnar dyr og eigiði góð áramót og gleðilegt nýtt ár.

Þangað til næst….

Jólin

Jæja… þá er aðfangadagsgeðveikin og matarsukkið sem því fylgir liðið og áramótin á næsta leiti. Við erum búin að hafa það ansi fínt hérna í firðinum. Við vorum hjá mömmu á aðfangadagskvöld þar sem að Kristján Freyr fór á yfirsnúning við að hjálpa Gústa Alex við að lesa á pakkana. Það er nú nokkuð nett að segja frá því að drengurinn er farinn að lesa eins og herforingi aðeins 4 ára að aldri… Hann hlýtur að hafa erft heilastarfsemina frá móður sinni.

Svo eru það áramótin næst og 2010 á næsta leiti… árleg yfirferð yfir 2009 og árleg áramótaspá Tomma eru yfirvofandi… stay tuned

Þangað til næst….

Stúdent

Það er ýmislegt í gangi hjá okkur. Fyrir utan allan venjulegan og hefbundinn jólaundirbúning að þá er kallinn að útskrifast sem stúdent þann 18. desember næstkomandi. Aðeins 33. ára að aldri sem verður nú bara að teljast nokkuð gott. Fyrstur af Dittulingunum sem það gerir. Reikna með að það verði smá kaffisamsæti á sunnudaginn næsta fyrir nánustu ættingja af þessu tilefni.

Svo var Slökkvilið Grundarfjarðar að gefa út heitt dagatal fyrir árið 2010… þar ber af hr nóvember… reyndar er hr febrúar líka nokkuð kræfur enda eingöngu klæddur í stígvél. Sjón er sögu ríkari og ég hvet alla til að fjárfesta í þessu dagatali fyrir 2500 kr. Allur ágóði rennur til Slökkviliðsins.

smá preview af hr nóvember

Annars er maður orðinn svo hrikalega latur við að blogga að það hálfa væri miklu meira en nóg. Spurning hvort að einhver lesi þetta ennþá….

Þangað til næst….

Föstudagsslúður

Þá er loksins komið að hinu margfræga föstudagsslúðri… Ég hef farið um víðan völl og aflað mér ansi margra frétta… sumar svo krassandi að ekki var hægt að hafa þær eftir. Hérna kemur rjóminn af þessu.

Heyrst hefur….

að Sigurbjörn hafi boðið Beggu Jobba í lúxus siglingu um Karabíska hafið.

Hérna eru skötuhjúin að leggja í hann frá Grundarkambi

að Baldur Tónó hafi verið svo seigur að fá heilan fótboltavöll í styrk fyrir Meistaraflokk Grundarfjarðar.

Baldur ætlaði að semja við Ragnar & Ásgeir um að flytja Anfield til Grundarfjarðar

að Benni Ívars hafi skellt sér í “to cool to be true” keppnina á dögunum.

Benni hafnaði í síðasta sæti af 7803 keppendum

að Danni Kotari hafi orðið nett vandræðalegur þegar hann ruglaðist á gati á vinkonu sinni.

Danni skömmu eftir að mistökin afdrifaríku komu í ljós

að Dagmar hans Ninna hafi ákveðið að skella sér í lífeðlisfræði krækiberja í Háskólanum á Akureyri.

Dagmar var mjög hissa á því að hún var eini nemandinn í þessum kúrs

að Dabbi Hlíðkvist sé sláandi líkur John Travolta þegar hann tekur sig til og dansar diskó.

Hérna er Dabbi í svaðalegri stayin alive sveiflu

að Ditta Tómasar hafi fundið upp gríðarlega nytsamleg gleraugu sem eru þeim eiginleikum gædd að þau sjá hundakúk úr 120 km radíus

Hérna er Ditta með gleraugun heima hjá sér að bísnast yfir einhverjum hundakúk sem einhver óprúttinn hundaeigandi hafði skilið eftir í Vallholtinu í Ólafsvík.

að Diljá Dagbjarts hafi sjálf föndrað jólagjöfina handa tengdamóður sinni.

Diljá er hérna stolt með jólagjöfina

að Gæi Hadda og Viggi Runna hafi orðið brjálaðir þegar þeir uppgvötvuðu að það var orðið uppselt þegar röðin var alveg að koma að þeim.

Gæi tjúllaðist þegar hann fékk ekki miða á High School Musical 4

að Gústi Alex hafi farið í lýtaaðgerð og látið strekkja á sér húðina á rassinum.

Gústi getur bara verið með einn svip á andlitinu eftir þessa aðgerð

að Haddi hafi loksins náð að klára litlu gulu hænuna sem hann er búinn að vera að rembast við síðan í sex ára bekk.

Haddi ætlar næst að skella sér í þyngra bókmenntaverk og fór og náði í Ævintýri Rasmus Klump á bókasafninu

að Halli Hólm hafi verið skömmustulegur á því þegar ljósmyndari kvaðratrótarinnar kom að honum í vafasömu athæfi.

Halli lofaði að rúnka sér aldrei aftur eftir að honum var tjáð að hann gæti orðið blindur

að Heisi hafi loksins fundið mannveru sem skilur hann nákvæmlega í einu og öllu.

Sálufélagarnir voru sáttir saman

að Heimir Þór hafi orðið hrikalega stoltur þegar hann náði að lyfta heilli ölkrús með annari hendi… alveg einn.

Heimir fékk samt ekki að smakka á krúsinni þar sem hann er enn bara 15 ára

að Hemmi Geir hafi næstum farið í sleik við ellilífeyrisþega að nafni Sigurbjartur

Hemmi neitaði öllu…. skiljanlega

að Höddi Páls hafi skellt sér í dulargerfi og farið á Nylon tónleika og gengið undir nafninu Pöddi Háls

Dulargerfið fór ekki framhjá glöggum augum ljósmyndarans

að Jón Frímann hafi farið fram á það við bæjarráð Akraness að láta reisa styttu af sér í miðbænum.

Markamets sagan frá pollamótinu 1986 fór ekki vel í bæjarráðið og Jón Frímanni var gert að halda sig utan bæjarmarka

að Júlli Jobba kunni að heilla kvenþjóðina.

Hérna er Júlli á leiðinni á leik Keflavíkur og Sandgerðis í pepsi deild kvenna

að Matti Idol sé orðinn fokk þreyttur á diktúrunum í Gústa og Mána sem vilja eingöngu spila Wham lög á böllum.

Wake me up before you go go

að Ninni Gústa hafi sett nýtt heimsmet þegar hann náði að kúka í sig á 7 míkrósekúndum.

Hérna er Ninni nýbúinn að sprengja í brækurnar

að Rut hafi orðið himinlifandi þegar hún fékk eiginhandaráritun hjá Nóa Albínóa

Hún varð frekar svekkt þegar hún komst að því að þetta var bara wannabe Nói

að þetta sé orðið gott í bili.

Þangað til næst….

Almost there

Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni en örvæntið ekki því að krassandi slúður er handan við hornið. Þar verður engum hlíft og enginn er óhultur fyrir vökulum augum fréttaveitu Tomma.

Þangað til næst….