17 júní í gær og svaka stuð í Grundarfirði… Allir með andlitsmálningu og svaka gaman.
Author: tommi
Stórsigur
Afríka mætti á Grundarfjarðarvöll og voru kjöldregnir. 8-1 sigur þegar upp var staðið og þeir áttu aldrei séns. Golli markvörður komst á blað með vítaspyrnu og var ægilega ánægður með það eins og sést glögglega á þessari mynd.
Sólsetur
Það er nánast á hverju kvöldi núna sem að útsýnið úr stofuglugganum er einhvernveginn svona… Skemmtilegur tími.
Þangað til næst….
Sjómannadagurinn
Skemmtilegur dagur að baki. Fyrst var heilmikil dagskrá fyrir krakkana og svo hefðbundin skemmtiatriði. Þetta var gaman.
Svarti Svanurinn
Lenti í smá eltingaleik við þennan svarta andskota í dag. Frétti af honum í framsveitinni og brunaði þangað. Greip í tómt. Svo var maður búinn að svipast um eftir honum í allan dag en ekkert gerðist. Svo fékk ég hringingu í kvöld um að hann væri við Kverná… ég þangað með vélina þar sem að Raggi bauð mér á rúntinn um túnin til að mynda kvikindið. Helvíti fínt bara.
Þangað til næst…
Fögnuður
Og enn er tilefni til að fagna þegar Grundarfjörður spilar… Við unnum Björninn 2-0 á Grundarfjarðarvelli á sunnudaginn. Það var frekar gaman þar sem að við erum búnir að vinna þau tvö lið sem spáð var tveim efstu sætunum í riðlinum.
Grundfirðingar koma á óvart.
Þangað til næst….
Sigur í fyrsta leik
Við byrjum vel þetta árið í Íslandsmóti KSÍ. Sigur í fyrsta leik gegn sterku liði Berserkja. Það er svo gaman að vinna 😀
Sumarið er komið
Krakkarnir úr FSN gerðu sér glaðan dag á föstudaginn í góða veðrinu. Sumarið er loksins komið þó fyrr hefði verið.
GLEÐILEGT SUMAR ALLIR.
Óli
Óli Guðmunds er orðinn gríðarlegur útgerðarkóngur… hér er hann að landa 750 kg uppúr Kuggi SH.
Páskafríið að baki
Dagur 1
Fórum á sunnudeginum 17. apríl af stað til Akureyrar. Vorum hjá Ninna og Dagmar um kvöldmatarleytið og chilluðum aðeins hjá þeim.
Dagur 2
Skíði í Hlíðarfjalli… Kristján Freyr skellti sér í brettaskóla og við Rúna skíðuðum um Hlíðarfjall í fínu veðri og ágætis færi. Fórum svo á Hárið um kvöldið með Ninna. Það var frekar flott.
Dagur 3
Þriðjudagur, Fórum uppá Kaldbak með snjótroðara í geggjuðu veðri. Renndum okkur á snjóþotu niður og það var geðveikt gaman. Kristján fór með ömmu sinni uppí bústað en við Rúna tókum eina nótt í viðbót á Akureyrinni.
Dagur 4
Lögðum frekar snemma af stað frá Akureyri. Fórum í Lundarbrekku og löbbuðum uppá heiðina þar fyrir ofan í leit að Kálfborgarárvatni sem Rúna vissi nákvæmlega hvar var. Römbuðum á tvö vötn en bæði voru of stór fyrir Rúnu smekk því að hún hélt því fram að Kálfborgarárvatn væri bara pínulítið (það er by the way stærsta vatnið þarna á svæðinu). Fengum út úr þessu fínan 4 tíma göngutúr í fallegu umhverfi.
Dagur 5 (skírdagur)
Fórum í fermingu hjá henni Fanný á Húsavík. Þar var étið á sig gat.
Dagur 6 (föstudagurinn langi)
Við Rúna fórum í langa göngu um Aldey og skoðuðum þar allt hátt og lágt í mjög góðu veðri. Ég náði meira að segja að sólbrenna á skallanum. Þetta tók c.a. 4 tíma og var bara ansi hressandi
Dagur 7
Við Rúna fórum með Svenna og Þórhildi inn í Svarfaðardal til að ganga upp að Nykurtjörn. Kristján fór í pössun inná Húsavík á meðan. Þetta var hressandi fjallganga með góðu fólki. Maður var pínu lúinn í fótunum frá gærdeginum en var fljótur að ganga það af sér. Þetta voru rúmir 5 tímar með mikilli hækkun og tilheyrandi kúlurassaæfingum. Svenni og Þórhildur komu svo með okkur í bústaðinn um kvöldið þar sem við grilluðum nokkur kíló af lambakjöti.
Dagur 8 (Páskasunnudagur)
Fórum í aðra 4 tíma göngu um Aldey með Svenna og Þórhildi í hífandi roki en björtu og fallegu veðri. Töluvert um sandfok og maður var frekar rykugur inní eyrunum, nefinu og augunum eftir þetta labb. Kristján Freyr kom sér vel fyrir í Lundarbrekku á meðan. Um kvöldið var okkur Rúnu og Kristjáni boðið í páskalamb hjá Sigrúnu, Jónasi og Didda og átum við á okkur gat þar. Lögðum af stað heim kl. 21:00 um kvöldið og stoppuðum stutt hjá Ninna og Dagmar áður en við brunuðum alla leið. Lentum í smá snjó og hríð á leiðinni á fjórða degi sumars en höfðum það af og vorum mætt á Grundargötuna kl hálf fjögur um nóttina alveg búin á því.
Dagur 9 (annar í páskum)
Var tekinn í ofur chilli hérna heima til að hlaða batteríin.
Ófáir göngu km sem voru lagðir að baki í þessu páskafríi og maður gat úðað í sig grillkjöti og lambasteikum samviskusamlega.
Þangað til næst….









