Ja hérna hér, ég verð

Ja hérna hér, ég verð nú eiginlega að benda fólki á að kíkja á síðuna hans Lebba og lesa það sem hann hefur fram að færa. Á mjög einlægan en samt fyndinn hátt segir hann frá sínum neyðarlegustu atvikum, maður getur nú ekki annað en glott út í annað og kannski bara fylgt fordæmi hans.

Mitt allra neyðarlegasta atvik átti sér stað sumarið sem ég keypti mótorhjólið mitt. Ég var ægilega svalur með leðurgallann og hjálminn með litaða glerinu og var ægilega ánægður með sjálfann mig, svo vorum við á rúntinum ég og Hörður vinur minn en hann var á Hondu CBR racer hjóli en ég á Hondu Shadow Hippa. Svo erum við á ljósum á miklubrautinni og erum á beygjuakrein. Svo kemur grænt ljós og Hörður kippist af stað á undan umferðinni sem kemur á móti en undir venjulegum kringumstæðum ætti maður að bíða eftir að umferðin á móti færi fram hjá en vegna snerpu racersins skýst Höddi á undan öllum. Og ég í sakleysi mínu dóla á eftir honum án þess að hugsa út í neitt. Svo á miðri leið átta ég mig á því að bíllinn sem kemur á móti mér er í rétti þannig að ósjálfráð viðbrögð mín verða til þess að ég bremsa, en um leið bremsar hann líka og þá gef ég í, en um leið gefur hann í og þá negli ég niður og flýg á hausinn eins og asni. Ég held ég hafi aldrei skammast mín eins mikið og þarna. Stend upp á götunni og örugglega sona cirkabát milljón bílar, allir að glápa á þennan aula sem kann ekki að keyra mótorhjól. Ég reif hjólið upp og teymdi það skömmustulegur upp á næstu umferðareyju og langaði mest til að hverfa ofan í jörðina. Þakkaði Guði fyrir svarta hjálminn minn með gyllta glerinu sem ekki var hægt að sjá í gegnum.

Annað vandræðalegt móment var þegar ég var unglingur og var að vinna við að pilla rækju í frystihúsinu á Grundarfirði ásamt flestum krökkunum á mínum aldri. Þetta var þegar við vorum c.a 14 – 15 ára og ægilega miklir vitleysingar.
Þannig var mál með vexti að rækjubandið var inní svona herbergi og c.a 5-6 krakkar sátu sitthvoru megin við það og helmingurinn af liðinu sneri baki í hurðina, og sá þar af leiðandi ekkert ef verkstjórinn var að nálgast. Þetta skiptið sat ég á móti Dabba frænda mínum og ég var í eitt af fáu skiptunum að reyna að vera duglegur (vanalega var maður að fíflast eða kjafta). Dabbi var nú ekkert á því og var alltaf að laumast til að henda í mig eins og einni og einni rækju, fyrst um sinn lét ég þetta mig ekkert varða og hélt bara áfram að pilla rækju. En Dabbi lét ekki segjast og hélt áfram að kasta einni og einni rækju í mig og á endanum hitti hann einni rækjunni beint í augað á mér og þá var mér nóg boðið. Ég get orðið frekar skapstór annað slagið og þarna var mínum nóg boðið, gríp eina lúku fulla af rækjum og bomba þeim svoleiðis í Dabba, en í því sem ég er nýbúinn að sleppa rækjunum og Dabbi reynir að forða sér undan þeim þá er gripið harkalega í öxlina á mér mjó kvenmannsskessurödd öskrar “Langar þig að verða sendur HEIM” UUUUUSSSS hafði þá ekki verkstjórakerlingin endilega þurft að labba inn á þessu augnabliki. Allir krakkarnir við bandið hörfðu stífum augum ofan í rækjubandið á meðan ég reyndi að stama einhverjum afsökunum út úr mér með litlum árangri. Eldrauður og sveittur fékk ég nú samt að halda áfram að vinna þennan dag þó ég hefði frekar viljað hreinlega bara hverfa.

Þetta voru mínar skömmustu sögur en ég mæli með því að þið kíkið á Lebbann og brosið út í annað 😉

Þangað til næst…….

3 thoughts on “Ja hérna hér, ég verð

  1. He he … eins gott að ég var ekki sitjaaftanápía þarna he he…. en ég meina komm on þú átt nú verri sögur en þetta… hvað með handleggsbrotið góða ha ha ha ??

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s