Maður er nú hálf lúinn í dag eitthvað. Ekki það að helgin hafi verið eitthvað erfið, þvert á móti. Gerði ekki neitt á þessari blessuðu menningarnótt enda hálf blankur þessa dagana. Var semsagt bara heima á menningarnótt og spilaði cm fram eftir (já ég veit).
Keppti svo í fótbolta í gær í laugardalnum og við í FC Fist stóðum undir væntingum enda orðnir nokkuð stapilt lið, úrslitin voru eins og í undanförnum leikjum en í þetta skiptið töpuðum við bara með 2 mörkum eða 3-1. Hópurinn var frekar þunnur og vorum við bara 13 sem mættum. Einhver þynka í gangi. Tommalingur spilaði allan tímann, á miðjunni og svo síðustu 20 mínúturnar í stormsenternum. Var nú frekar latur á því og hljóp lítið, enda vildi ég endast út leikinn þar sem lítið var um varamenn hjá liðinu.
Eníveis þá sofnaði kallinn ekki fyrr en kl 4 í nótt og maður er nú svona hálf tussulegur í vinnunni í dag (afsakið orðbragðið).
Arsenal að jafna eitthvað gamalt með í gær (andskotinn). Það hlakkaði nú í Tommanum þegar Middlesborur komust í 2-1 og svo 3-1 strax á eftir og Tommiinn með glott á vör byrjaði að senda þeim Asnenalmönnum sem hann þekkti sms sem hljómuðu einhvernveginn svona “hahahahahahaha” en Asnenal voru nokkuð snöggir að þagga niður í kallinum með 4 mörkum í viðbót og þeir unnu leikinn 5-3. Ótrúlegt helvítis lið og þar hafiði það hnuss.
Þangað til næst……
Merkilegur hæfileiki að geta talað svona mikið um fótbolta… vonandi er þetta ekki smitandi. 😉