Já, kallinn er á leiðinni á Duran Duran. Þannig er mál með vexti að hún Ellen E. bauð annað hvort mér eða Rúnu á DD og þurftum við því að velja hvort okkar færi. Ég sagði Rúnu að hún mætti fara ef að hún gæti nefnt alla gaurana í Duran Duran með nafni. Hún hélt það nú, Simon le Bon og svo einhver sem hún hélt að héti Taylor. Jú jú, hún var nokkuð nærri því en ekki nóg hehehe, Þannig að ég er á leiðinni að sjá þá Simon le Bon, Nick Rhodes, John Taylor, Andy Taylor og Roger Taylor. Takk Ellen.
En svona að öllu gamni slepptu þá má hún Rúna mín ráða hvort hún fer eða ekki, eina krafan sem ég geri er að hún verði búin að mjólka sig í svona eins og einn pela áður en hún fer. Up to her.
En ef ég fæ að fara þá er það bara eftirfarandi tékklisti fyrir kallinn:
– 2 brúsar af hárlakki (tékk)
– silfurgrá jakkaföt sem ég get brett upp ermarnar (tékk)
– bleik skyrta (tékk)
– hárblásari (tékk)
– flock of seagulls greiðsla (græja það í kvöld)
– gloss og augnmálning (tékk)
– grifflur (ath hjá Benna frænda)
– kínaskór (tékk)
Ef þetta reddast allt þá verður stuð hell je
Þangað til næst…..
shjææææt hvað þú ert eftir að verða hot í kveld!!!!!
þetta er agalega spennandi, að vita hvort ykkar fór?! tatatammmm