Já, það fór svo að kallinn fékk að fara á Duran Duran á meðan konan beið heima og gætti bús og barna. Ég og Ellen fórum uppeftir og hittum Magga, Dagný og Soffa í höllinni. Dæmið byrjaði þegar Laufin byrjuðu að hita upp fyrir goðin. Þeir voru nú með eitthvað svona coldplay, muse eitthvað jerí jerí, sem betur fer spiluðu þeir nú bara stutt. Það var eins og Soffi sagði… eina skiptið sem er klappað það er þegar þeir minnast á hljómsveitina sem kemur á eftir þeim.
Svo líður tíminn og það er aðeins farið að þrengjast upp við sviðið af misgáfulega útlítandi fólki með túberað hár og ég veit ekki hvað og hvað, held meira að segja að ég hafi séð eina jussuna í nýþröngu silfur pilsi sem hægt var að spegla sig í. Svo voru nokkrir húmoristar með axlapúða og blásið hár. Vængjagreiðslu og allt. Ég skildi nú glossið eftir heima í þetta skiptið en tók samt eftir því að Nick Rhodes vinur minn hafði tekið sitt með.
Svo stigu gömlu jálkarnir á svið og virkuðu í fínu formi. Byrjuðu á einhverju af nýrri lögunum sínum sem maður svona kannaðist við en kveikti ekki alveg á. Þegar fyrsta lagið er búið kemur Símon le Bon og segir…. Are you hungry??? Þá vissi maður nú alveg hvað var að fara að gerast. Hungry like the wolf byrjaði að hljóma og allt ætlaði að tryllast. Svo komu Planet Earth, Union of the snake og öll þessi gömlu góðu lög. Maður var eins og smástelpa þarna þegar þeir spiluðu Save a prayer og A wiew to a kill. Wild Boys var líka töff og svo líka öll uppklöppunarlögin. Reflex, Girls og film og notorious.
Þvílíkt skemmtilegir tónleikar og verð ég nú að þakka henni Ellen fyrir að bjóða mér. Ég skemmti mér konunglega.
Með eitís kveðju…
Þangað til næst…..