28 dögum síðar

Margt hefur á daga mína drifið síðan ég hamraði lyklaborðið hérna síðast. Man Jú hefur unnið heila 2 leiki, ég var einn heima með son minn eingetinn í meira en sólarhring, vélin mín var straujuð, ég tók þátt í fótboltamóti með Vatnsberunum, ég náði að spila í heilar 4 mínútur og 33 sekúndur, þá var sparkað í mig, ég er haltur í dag.

Annars er bara allt gott að frétta. Rúna fór alein til Grundarfjarðar á laugardaginn. Ég og Kristján Freyr vorum einir eftir. Þetta var í fyrsta skiptið sem Rúna fer eitthvað frá honum í heila 8 mánuði eða síðan hann fæddist.
Þetta gekk bara alveg hreint ljómandi vel. Reyndar þurfti ég að ráða Steina sem barnapíu á meðan ég keppti í þessu blessaða fótboltamóti. Sem bæ ðe vei við lentum í 4 sæti af 10 liðum. Líklega af því að ég spilaði bara 4 mín hehehe.
En eftir að ég kom heim þá var prinsinn minn bara sofnaður. Þegar við vöknuðum saman daginn eftir kl 7 um morguninn varð minn maður eitthvað pirraður og vildi ekki drekka af pela. Líklega bara of vanur brjóstinu. En hann tók nú pelann á endanum og sofnaði aftur pabba sínum til mikillar gleði. 2 dýrmætir tímar í viðbót í svefn. Svo vorum við bara eiturhressir það sem eftir var dags og allt gekk eins og í sögu. Ég sé það núna að Rúna hefur engan tilgang lengur þannig að hún má fara hvert sem hún vill. Við feðgarnir björgum okkur. Nei ég segi svona, auðvitað er hún Rúna mín alveg ómissandi. Veit ekki hvar við værum án hennar.

Var að frétta að Liverpool og Man Jú spila í FA bikarnum…. úff, hefði verið flott að fá þennan drátt seinna í keppninni en svona er þetta. Við erum ekki búnir að tapa fyrir LFC hingað til á sísoninu og förum nú varla að byrja á því núna ehaggi…..

Þangað til næst…..

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s