Mánudagur

Helgin var fín. Ninnsterinn mætti á svæðið og chillaði með okkur. Kristján Freyr var í essinu sínu og svaka stuð. Fórum í bíó, markaðinn í Perlunni og margt fleira.

Ég, Ninni og Maggi fórum á Date movie, mæli eindregið EKKI með henni. Svoleiðis búið að blóðmjólka alla þessa djöfulsins aulabrandara. Ótrúlega fyrirsjáanlegt allt saman. 800 kr og 90 mínútur sem ég fæ aldrei aftur.

Ég gerðist svo ótrúlega harður í gærkvöldi því að ég fór út að skokka… Þar sem að fótboltaæfingin hjá okkur féll niður ákváðum við Dabbi að skokka einn hring í Elliðarárdalnum. Tókum einn hring og vorum komnir heim aftur eftir 40 mínútur. Ég veit ekki hvað það er langt síðan maður hefur farið í útihlaup. Við Dabbi ætlum aftur í kvöld.

Þangað til næst…..

3 thoughts on “Mánudagur

  1. Þokkalega fékk ég númerið hjá honum þegar hann fór frá mér um hádegi í gær! Þarf sko ekkert e-mail!

    Var að spá í að sýna þér myndina en ætla að liggja á henni til að byrja með.

    ps. var í fyrsta skipti að skoða þessa “mynd” hér fyrir ofan (veit ekki hvað svona heitir á tæknimáli) og ég sé ekki betur en það vanti eitthvað… t.d. mynd af sleggjunni hmmm

  2. Þeir sem ætla að komast í “Tommi og félagar” grúppuna verða amk að láta sjá sig einu sinni á þriggja mánaða fresti í heimsókn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s