Ég er fokking pisst

Þetta er fótbolta pirr pistill þannig að… varúð.

Ég var í gúddí fíling í gær. Var bara heima með strákinn og hlakkaði til að horfa á champ líg um kvöldið. Svo líður að þessum leikjum og ég sest fyrir framan imbann á meðan Rúna eldar þessar dýrindis lambalundir. Villareal vs Inter og Inter er 2-1 yfir síðan úr fyrri leiknum, þeim nægði semsagt jafntefli… Og það var nákvæmlega það sem þeir ætluðu að fá. Spiluðu varfærnislega og hugsuðu bara um að verjast. Þetta bauð bara uppá eitthvað klúður. Ég var farinn að sjá fyrir mér 1-0 tap (sem þýddi að Villareal færi áfram á marki skoruðu á útivelli) og að Villareal myndi skora á 88 mín. Reyndar skoruðu Villareal menn á 58 mín þannig að Inter hafði góðan tíma til að endurskipuleggja leikinn og fara að sækja… En nei, höldum áfram að verjast og spila eins og fífl. Svo kom Mancini með þessa líka frábæru skiptingu, setjum Sinisa Mihajlovic inná fyrir Luis Figo. Frábært, Sinisa Mihajlovic er 48 ára útbrunnin varnarmaður á meðan Figo hefur verið í hörku formi. Fáránleg skipting sem breytti ekki neinu.

En á meðan var AC Milan að gera 1-1 jafntefli við Lyon og það þýddi að Lyon voru áfram. Þegar dómarinn flautaði Inter leikinn af ákvað ég að skipta yfir á SÝN og sjá AC mennina grenja en neeeeiiii… auðvitað þurftu þeir að “Stela sigrinum” með 2 síðbúnum mörkum sem þeir áttu ekki skilið að skora. Lyon voru miklu betri allan tímann. Fokking týpiskt fyrir þetta ógeðslega AC Milan lið.

Þangað til næst….

3 thoughts on “Ég er fokking pisst

  1. FORZA MILANO!!!
    það er bara eitt lið sem skiptir máli í Milano borg og þú átt að vita það.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s